20.4.2009 | 18:12
Þöggun eða....
Það vekur furðu að í dag er fjallað um stefnu stjórnmálaflokkana í atvinnumálum á DV.is en þar sér ekki staf um stefnu Frjálslynda flokksins.
Fyrir áhugasama er hér stefna Frjálslynda flokksins í atvinnu og efnahagsmálum en þetta tvennt fer saman og er ekki hægt að aðskilja;
1. Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnvalda er að endurvekja tiltrú og traust á alþjóðavettvangi. Það er skilyrði fyrir því að árangur náist í uppbyggingu efnahags og þar með endurreisn atvinnulífsins.
2. Bankakerfið verði endurreist og bankarnir endurfjármagnaðir þannig að þeir öðlist getu til þess að veita eðlilega lánafyrirgreiðslu. Mjög mikilvægt er að tryggja að fyrirtæki með lífvænlega afkomu stöðvist ekki vegna fjárskorts.
3. Flest störf verða til í minni fyrirtækjum. Fjölmörg slík fyrirtæki hafa nú þegar gefist upp og önnur munu gera það að óbreyttu. Þessari þróun verður að snúa við, eins og kostur er. Því ber að leggja mikla áherslu á öflugan stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta átt sér lífvænlega framtíð.
4. Frjálslyndi flokkurinn styður það, að stofnaður verði Fjárfestingasjóður er yfirtaki illa sett fyrirtæki, endurreisi þau ef fært reynist og selji síðan og tryggi þannig eins og unnt er að sem minnst verðmæti tapist.
5. Mikilvægustu verðmæti þjóðarinnar felast í mannauði hennar, góðri menntun og hugviti. Því er brýnt að veita stuðning við nýsköpun og sprotafyrirtæki og skapa þeim tækifæri til aðgangs að nægu fjármagni.
6. Íslenskur sjávarútvegur á nú við alvarlegan fjárhagsvanda að stríða af ástæðum sem Frjálslyndi flokkurinn var margsinnis búinn að vara við. Gjörbreytt sjávarútvegsstefna er mikilvægur liður í endurreisninni og forsenda þess að unnt verði að byggja hér upp öflugan og fjárhagslega sterkan sjávarútveg til frambúðar. Því þarf nú þegar að fara fram róttæk endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða og koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem byggir á tillögum Frjálslynda flokksins og viðurkennir í verki að fiskurinn er sameign íslensku þjóðarinnar.
7. Landbúnaðurinn gegnir því mikilvæga hlutverki að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar og hann er mikilvægur grundvöllur atvinnulífs og byggðar í landinu. Því ber að standa vörð um íslenskan landbúnað og gera sérstakar ráðstafanir til þess að gera bændum kleift að mæta þeim alvarlega fjárhagsvanda sem þeir standa nú frammi fyrir.
8. Á því mikla þensluskeiði sem hér ríkti árum saman með allt of háu gengi íslensku krónunnar, þrengdi mjög að iðnfyrirtækjum og mörg þeirra flúðu land. Eftir efnahagshrunið hafa nú skapast góðir möguleikar til endurreisnar fyrir íslensk iðnfyrirtæki. Flest slík fyrirtæki eru nú mjög skuldsett. Til þess að gera þeim kleift að nýta þau sóknarfæri sem við blasa, innanlands sem utan, verða fyrirtækin að eiga kost á góðri og hagkvæmri fjármögnun.
9. Mikilvægasta verkefnið í atvinnu- og efnahagsmálum er að auka útflutningstekjur þjóðarinnar. Á því sviði eru sem betur fer fjölmörg sóknarfæri. Því ber að leggja sérstaka áherslu á fjárhagslegan stuðning hins opinbera við markaðssókn íslenskra fyrirtækja og kynningu á Íslandi. Á þetta jafnt við um vöruútflutning og ferðamannaiðnað og hversskonar þjónustu. Útflutningsráð verði virkjað sem mest til þátttöku í slíkum verkefnum.
10. Á þeim miklu samdráttar- og atvinnuleysistímum sem nú ríkja, er mjög brýnt að verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera verði ekki skornar niður.
Frjálslyndi flokkurinn vill beita sér fyrir samstöðu um forgangsröðun á hagkvæmustu framkvæmdum í samgöngumálum. Markmiðið er að ráðist verði í framkvæmdir sem séu arðvænlegar, stuðli að bættum samgöngum og auki umferðaröryggi í landinu, um leið og þær skapa mikilvæg störf á þessu samdráttarskeiði.
20.4.2009 | 14:41
Bloggið henna Ástu Hafberg
Hún Ásta er með áhugaverða grein á blogginu sínu í dag: Niður á jörðinni
Höfundar greinarinna eru Ásta Hafberg og Eiríkur Guðmundsson en þau skipa 1. og 2. sætin á lista Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi
20.4.2009 | 11:27
Georg Eiður Arnarson skrifar.
Hversu heiðarlegur ertu? |
Þetta gerðist að sumarlagi fyrir 25 árum síðan, ég hef þá verið 19 ára gamall og hafði farið í bankann til að ná mér í pening og var á leiðinni tilbaka í vinnu. Þar sem tíminn var lítill þurfti maður að vera fljótur í förum og þar sem ég kem gangandi í sundinu við Lifrarsamlagið, rek ég skyndilega augun í 1000 kr. seðil á jörðinni, tek hann upp og hugsaði með mér:" þarna var ég nú heppinn." Ég hafði ekki tekið nema 3 eða 4 skref í viðbót, þegar fyrir fótum mér lá 5000 kr. seðill. Tók ég hann upp og var svolítið eðlilega hissa á þessu, tók þá nokkur skref áfram og sá þá að fyrir fótum mér lá lítill vöndull af peningaseðlum. Ég man ekki lengur hver heildarupphæðin var, en ég man þó eftir því, að þegar ég beygði mig niður til að taka upp seðlabúntið, þá breyttust viðbrögð mín úr ánægju yfir fundinum, yfir í einhverskonar vorkunnsemi og ég hugsaði með mér:" Æ æ, nú hefur einhver verkamaður eða kona, sennilega á svipuðum aldri og ég, flýtt sér of mikið og tapað þarna, að mér sýndist, að minnsta kosti viku kaupi. Ég gekk í hægðum mínum niður í stöð og velti því fyrir mér, hvað ég ætti að gera. Að sjálfsögðu gat ég einfaldlega stungið peningunum á mig og þagað, en eitthvað í mér mótmælti því og þegar ég stóð fyrir utan dyrnar á Vinnslustöðinni, þá kom upp í huga mér þessi spurning:" Hversu heiðarlegur ertu?" Ég hef nú alltaf talið mig vera nokkuð heiðarlegan, svo ég dró djúpt andann, fór upp í sal og inn á verkstjórakompu, þar voru nokkrir menn m.a. man ég eftir því að frændi minn, Ingi Júll verkstjóri, sat þarna við skrifborðið. Ég sagði hvar ég hafði fundið peningana, setti þá á borðið og sagði við Inga:" Ætlarðu að hringja yfir í Ísfélag og kann hvort einhver þar hafi týnt peningum núna í kaffinu." Í fyrstu sagði enginn neitt, en svo sprakk einhver úr hlátri og einhver sagði:" Þú fannst þessa peninga, þú átt þá" og ég man að ég svaraði þessu með því að halla mér yfir verkstjóraborðið, ýta peningunum að frænda mínum og endurtók:" Ætlarðu að hringja fyrir mig yfir í Ísfélagið og athuga hvort einhver þar hafi tínt peningum á meðan ég kanna þetta hér í sal hjá okkur." Með þetta gekk ég út, en leit við í gættinni og sá að frændi minn teygði sig í símann. Þegar ég var að fara í hádegismat þennan dag, mæti ég ungri konu og ég tók eftir því að hún stakk hendinni sífellt ofan í rassvasann á buxunum sínum og ég sá að þar var gat í gegn. Þegar ég kom heim, sagði ég frá því sem hafði gerst. Litli bróðir lýsti því strax yfir að nú væri ég endanlega genginn af göflunum, en móðir mín sagði hins vegar ekki neitt, en eftir á að hyggja þá held ég að stoltið í svip hennar yfir heiðarleik sonarins hafi nú verið mér meira virði heldur en þessir peningar. Nokkru seinna fékk ég langt þakkarbréf frá þessari ungu konu og 500 kr seðil og þótti mér það einnig meiri virði heldur en þessir peningar. Lengi vel velti ég fyrir mér þessari atburðarrás og líka kannski þeirri vellíðan sem fylgdi því að gera það sem mér fannst rétt. Ég hef stundum skrifað um það, að það sem maður geri vel fyrir aðra, fái maður tilbaka aftur og það átti svo sannarlega við, því ekki lauk þessari sögu þarna. Seinna um haustið þetta sama ár, hafði ég farið upp á verbúðir í Vinnslustöðinni og verið að skemmta mér með vinum og vinnufélögum, en uppgötvaði það þegar ég kom heim, eða réttara morguninn eftir, að ég hafði týnt veskinu mínu. Ekki voru miklir peningar í því, en samt einhver skírteini sem ég sá svolítið eftir, svo ég fór samdægurs niður á verbúðir og leitaði þar út um allt. Enginn kannaðist við að hafa séð veskið mitt, en mér var þó sagt það, að þarna hefði ungur maður verið að leysa af húsvörðinn, hann hefði farið með Herjólfi upp á land þá um morguninn og var ekki væntanlegur fyrr en um miðja viku. Liðu svo nokkrir dagar. Í vikulokinn birtist svo þessi maður upp í vinnslusal þar sem ég var að vinna, réttir mér veskið mitt og sagði við mig:" Ég fann veskið þitt um síðustu helgi, hér hefurðu það aftur og hverja einustu krónu sem var í því þegar ég fann það." Ég þakkaði fyrir og bauðst til að borga honum fundarlaun, en þá sagði hann þetta:" Þú þarft ekki að borga mér neitt, ég heyrði hvað þú gerðir síðastliðið sumar við peningana sem þú fannst, haltu bara svona áfram." Ég hugsaði lengi um þetta eftir á og verð að viðurkenna alveg eins og er, að þessir peningar sem ég fann þarna um sumarið, eru eftir á að hyggja þvílíkir smámunir miðað við allt það sem ég fékk í staðinn, en enda þetta því með þessari spurningu: Er ekki akkúrat meiri heiðarleiki sem okkur hefur vantað á Alþingi Íslendinga síðustu árin? En svarið fæst um næstu helgi. Höfundur er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta birtist á suðurlandið.is í dag. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 11:01
Grein birt á suðurlandid.is
Nýliðun í landbúnaði og sjávarútvegi Á þessum tíma í sögu lands og þjóðar er mikilvægt að hugað sé að nýliðun í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, landbúnaði og sjávarútvegi. Þessir atvinnuvegir hafa sýnt sig að vera sú burðarstoð sem við byggjum lífsskilyrði okkar á. Það er í þessum greinum sem við höfum þekkingu sem byggir á aldargömlum hefðum. Og það er á þeim sem framtíð landsins þarf að byggja á. Það þarf að tryggja þessum atvinnuvegum forsendur til þess að starfa en ekki síst þarf að tryggja nýliðun. Til að svo geti orðið er nauðsynlegt að breyta þeim kerfum sem hafa haldið þessum atvinnuvegum í herkví. Herkví sjávarvegsins byggir á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem sett var á árið 1984. Með því var sameiginlegum auðlindum landsmanna gefin fáeinum aðilum sem hafa síðan notað auðlindana til að mata eigin krók. Að mati Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna stangist það á við mannréttindi að útdeila nýtingaréttinum á fiskveiðiauðlindinni sem er sameign þjóðarinnar til fárra útvalinna einstaklinga. Herkví landbúnaðarins byggir líka á löngu úreltu kerfi sem byggir á beingreiðslum og framleiðslustyrkjum. Það er nauðsynlegt að breyta þessu með því að komið verði á búsetustyrkjum. Núverandi kerfi veldur því að bændur geta hvorki framleitt né selt afurðir án þess að ríkið komi þar við sögu. það þarf að losa um þau höft sem er í greininni sem gera ungu fólki illmögulegt að hasla sér völl innan hennar. Við þurfum á því að halda að þekking í þessum greinum færist á milli kynslóða með eðlilegum hætti. Það er því nauðsynlegt að nýliðun verði og með því tryggt að unga fólkinu okkar sé gert fært að skapa sér atvinnutækifæri í þessum greinum. |
Grétar Mar Jónsson
1. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi
Linkurinn á greinina er hér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2009 | 16:08
Kosningaskrifstofur okkar í Suðurkjördæmi
Mikið líf hefur verið á kosningaskrifstofum okkar undanfarna dag.
Félagsmenn í Grindavík eru mjög sáttir við aðsóknina og telja að um helmingur bæjarbúa hafi þegar komið í heimsókn.
Í Vestmannaeyjum var mikið um að vera í gær. Um miðjan dag var boðið upp á vöfflur og kaffi og síðan var haldin kvöldvaka þar sem var spilað og sungið af hjartans list fram eftir kvöldi. Að sögn Georgs Eiðs var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu.
Í Keflavík var opið fram eftir kvöldi, í gær laugardag og var margt um manninn. Þar er opið alla daga frá 10-22 og boðið upp á kaffi og spjall.
Kosningaskrifstofa okkar á Selfossi er einnig opin daglega og í komandi viku verður hinn eini sanni Sægreifi staðarhaldari þar. Aldrei að vita nema hann bjóði upp á sína heimsfrægu humarsúpu.
Félagsmenn á Höfn hafa einnig opnað kosningaskrifstofu og munum við Georg Eiður fara þangað í heimsókn í vikunni.
Ég vil þakka öllum þeim félagsmönnum Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi kærlega fyrir þeirra framlag í aðdraganda þessara kosninga og veit að þeir munu ekki liggja á liði sínu, nú þegar minna en vika er til kosninga.
Baráttukveðjur,
Grétar Mar Jónsson.
19.4.2009 | 10:33
Bylting fyrir íslenzkt þjóðarbú
Hann Níels á Tálknafirði er með afar áhugaverða bloggfærslu þar sem hann tekur til hvaða efnahagslegu áhrif það myndi hafa fyrir sjávarbyggðirnar að breyta núverandi kvótakerfi.
Þetta er áhugaverð færsla sem ég hvet þá sem vilja breytingar á núverandi kvótakerfi til að lesa. Slóðin er hér.
19.4.2009 | 10:10
Af DV.is
Það er ekki bara að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið vörð um sérhagsmuni sægreifanna heldur viðast þeir líka hafa staðir vörð um hagsmuni útrásarvíkingana gegn vægu gjaldi.
Sjá frétt á DV.is: Lygavefur Flokksins
18.4.2009 | 19:24
Af heimasíðu XF í dag
Ný skoðanakönnun í Norðvesturkjördæmi: F - listi 9,3% - nánar
Ný skoðanakönnun sem gerð var af Gallup fyrir Frjálslynda flokkinn í Norðvesturkjördæmi sýnir að fylgi flokksins hefur ekkert dalað þrátt fyrir tal um annað. Fylgi flokksins mælist um 9,3%. Af því má álykta að fylgi Frjálslynda flokksins verði það í sama kosningunum 25. apríl n.k. og í kosningunum 2003 og 2007.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 18:10
Frjálslyndi flokkurinn og menntun
Forsenda framfara er menntun og því leggur Frjálslyndi flokkurinn áherslu á að allir eigi þess kosta að njóta góðrar almennrar menntunar, verk- og háskólamenntunar óháð efnahag og búsetu.
Við teljum nauðsynlegt að verja menntakerfið eins og kostur er á þeim erfiðu tímum sem nú fara í hönd í efnahagslífi þjóðarinnar. Bágt efnahagsástand má ekki bitna á komandi kynslóðum þessa lands vegna þess að menntun er forsenda framfara bæði í tengslum við atvinnulíf og velferð þjóðarinnar.
Frjálslyndi flokkurinn telur að góð menntun sé undirstaða nútímasamfélags og forsenda þess að borgararnir geti nýtt sér þau tækifæri sem það hefur upp á að bjóða.
Frjálslyndi flokkurinn vill stuðla að því að skólagjöldum til 1. prófgráðu í háskóla verði gjaldfrjáls.
Einnig leggjum við áherslu á það nú á tímum þrenginga verði skólamáltíðir í grunnskólum ókeypis og verði það gert til að tryggja að efnahagur foreldra hafi ekki áhrif á það hvort börn fái mat eða ekki á meðan á skóladegi stendur.
18.4.2009 | 17:38
Skoðannakönnun í norðversturkjördæmi
Guðjón Arnar næði kjöri
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, nær kjöri á þing gangi ný skoðanakönnun í norðvesturkjördæmi eftir. Allar skoðanakannanir til þessa hafa sýnt að flokkurinn detti út af þingi en samkvæmt könnun sem gerð var í kjördæmi formannsins fyrir flokkinn mælist Frjálslyndi flokkurinn með 9,3 prósent atkvæða. Það dugar langleiðina til að koma að kjördæmakjörnum þingmanni.
Gallup gerði könnunina fyrir Frjálslynda flokkinn. Guðjón Arnar sagði frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar í þættinum Kosningagrillið á Útvarpi Sögu í dag. Hann rifjaði upp að fyrir síðustu kosningar hefði flokkurinn aldrei mælst með meira en um tíu prósenta fylgi í norðvesturkjördæminu en fengið sýnu meira fylgi og tvo menn á þing í kjördæminu.
Frétt af DV.is
17.4.2009 | 17:20
Georg Eiður Arnarson
Sjá; Vegna fyrirhugaðra strandveiða
Georg Eiður Arnarson er í 2. sæti Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 16:36
Guðjón Arnar á BB.is
17.4.2009 | 10:20
Mútur
17.4.2009 | 09:50
Kvótakerfið og spillingin!
Í október 2008 hrundi bankakerfið á Íslandi og eftir þann atburð hafa verið uppi háværar kröfur frá almenningi um að nýtt lýðveldi verði til. Eitt af því sem talið er að hafi valdið bankahruninu er núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Kerfið átti að koma í veg fyrir ofveiði og var hugsað sem tæki til að vernda þá auðlind sem liggur í fiskstofnunum. Alþingi ákvað að búa til kerfi sem átti að tryggja þetta og það var gefin út aflakvóti sem átti að hefta veiðarnar. Kvótinn var afhentur útvegsmönnum án endurgjalds.
Með þessu kerfi var búin til stétt auðmanna sem hafa haft það sér til lífviðurværis að selja og leigja kvótann sem Alþingi afhenti þeim án endurgjalds. Þeir sem hafa viljað hefja sjósókn og ekki verið svo heppnir að fá afhentan kvóta án endurgjalds frá ríkinu hafa þurft að leigja eða kaupa kvóta, á verði sem gerir það að verkum að þeir eru orðnir leiguliðar hjá þeim sem eiga kvótann. Sægreifarnir eru orðnir sannkallaðir greifar og það hér á landi sem hreykir sér að því að hér sé engin stéttarskipting og stjórnskipan sé með þeim hætti að hugað sé að heill allra þegna landsins.
Samkvæmt áliti Mannrétttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna eru þessi lög mannréttindabrot. Þau eru einnig brot á stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins vegna þess að þau fela í sér mismunun og skerðingu á atvinnufrelsi sem er stjórnarskrábundin réttur fólksins í landinu. Núverandi fjórflokkar hafa hingað til ekki, verið tilbúnir að ljá máls á því að hrófla við þessu kerfi. Það þrátt fyrir það að sérhagsmunir fárra verðið teknir fram yfir heildarhagsmuni.
Því er oft haldið fram að við í Frjálslynda flokknum höfum ekkert annað fram að færa en baráttuna fyrir því að leggja af þetta óréttláta kerfi. Við erum stolt af því að hafa talað á móti kerfi sem meðal annars hefur leitt til þess að til varð stétt auðmanna sem höfðu ekki hag lands og þjóðar að leiðarljósi, heldur eignhagsmuni. Við erum stolt af því að stefna okkar varðandi kvótakerfið var ekki keypt né okkur mútað til að þegja.16.4.2009 | 17:23