Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Grátkórar sægreifanna

Set hér inn hluta af færslu sem birtist á bloggi mínu í gær.  

Sægreifarnir hafa sett saman grátkór með stuðningi bæjarstjórnafulltrúa, sem eru þeim vilhallir.

Það má nú alveg setja spurningamerki við það fyrir hverja þessir ágætu bæjarstjórnarmenn telja sig vera fulltrúar fyrir. Þeir láta hafa sig út í það að mótmæla því að allir þegnar landsins sitja við sama borð, þegar kemur að því að fá arð af sameiginlegri auðlind, fiskinum í sjónum.

Hverjir kusu þá til að vera fulltrúar sínir í bæjarstjórnum, á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og Grindavík. Voru það sægreifar eða almenningur?

Þegar bæjarstjórar sveitarfélaga sem hafa farið hvað verst út úr núverandi fiskveiðistjórnarkerfi láta hafa sig út í það að verja það, þá er nú fokið í flest skjól.

Hversu margir sægreifar hafa selt kvóta sinn í Ísafjarðarbæ og farið með arðinn suður þar sem þeir hafa leikið sér í fjárhættuspilum, sem eru ein ástæða þess að efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst.

Það væri rétt að Halldór bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ færi yfir þær tölur áður en hann heldur áfram að vera með í grátkór sægreifanna.

Það var ekki settur saman grátkór þegar lögin voru sett. Lög sem hafa skaðað sjávarbyggðirnar með þeim hætti að aldrei kemur til með að gróa um heilt.

Forsenda nýja Íslands er að meinsemdum verði eytt og tryggt að allir þegnar landsins sitji við sama borð. Það á ekki að leyfa að einhverjum sé gert að hirða molana sem detta af borðum greifanna. Í dag eru það leiguliðar kvótaeigenda.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísir.is í dag

Vandræðaástand í sjávarþorpum

Þetta er merkileg frétt vegna þess að þar segir að vandræðaástand hafi skapast í sjávarþorpum vegna óvissa um fyrningarleiðina.

Það mætti ætla að vísir.is væri komin í grátkórinn með bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar.

Ég held að ef sá fréttamaður sem skrifaði þessa ágætu frétt hefði skoðað málið aðeins betur hefði hann komist að því að það leigir engin heilvita maður þorskkvóta í dag, af þeim sem eiga hann.

Ástæðan er sú að kíló af þorskkvóta er leigður á 180. kr.. Verð til þeirra sem veiða síðan kílóið og selja, er 160. kr. á kílóið. Þetta er ekki vegna fyrningarleiðarinnar heldur þess arfavitlausa fiskveiðistjórnunarkerfis sem enn er við líði.


DV.is í dag

Af Alþingi í útvarpið

Jóhanna og fiskurinn

Það verður nú bara að viðurkennast að Jóhanna koma, sá og sigraði í Kastljósi í gærkvöldi. Hún vakti upp von, um að tekið yrði á helstu meinsemdum landsins, af festu og öryggi. Það verður ekki um neitt miðjumoð að ræða. Hlutir verða ræddir og þeim breytt og þar með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Sægreifarnir hafa sett saman grátkór með stuðningi bæjarstjórna, sem eru þeim eru vilhallar.

Það má nú alveg setja spurningamerki við það fyrir hverja þessir ágætu bæjarstjórnarmenn telja sig vera fulltrúar fyrir. Þeir láta hafa sig út í það að mótmæla því að allir þegnar landsins sitja við sama borð, þegar kemur að því að fá arð af sameiginlegri auðlind, fiskinum í sjónum.

Hvejir kusu þá til að vera fulltrúar sínir í bæjarstjórnum á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og Gríndavík. Voru það sægreifar eða almenningur?

Þegar bæjarstjórar sveitarfélaga sem hafa farið hvað verst út úr núverandi fiskveiðistjórnarkerfi láta hafa sig út í það að verja það, þá er nú fokið í flest skjól. Það var ekki settur saman grátkór þegar lögin voru sett. Lög sem hafa skaðað sjávarbyggðirnar með þeim hætti að aldrei kemur til með að gróa um heilt.

Forsenda nýja Íslands er að meinsemdum verði eytt og tryggt að allir þegnar landsins sitji við sama borð. Það á ekki að leyfa að einhverjum sé gert að hirða molana sem detta af borðum greifanna.

Kveðja,
Grétar Mar


eyjan.is

Áhugaverð grein eftir Jón Pál Jakobsson sjómann á eyjan.is sem byrtist í gær. 
Slóðin er; Feigðarleið eða rétta leiðin?


DV.is

Kíkið á þetta; Sægreifar mega fara til Tortola


Nýr stjórnarsáttmálinn

Það er margt jákvætt í nýjum stjórnarsáttmála sem snýr að breytingum á lögum um fiskveiðar.

Það er samt eitt sem hafa þarf í huga því í sáttmálanum segir; "Skipaður verði starfshópur er vinni á að endurskoðuninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræðinga".

Það voru hagsmunaaðilar sem bjuggu til núverandi lög og mjög einkennilegt nú þegar byggja á upp nýtt Ísland, sem á að byggja á jöfnum rétt þegna landsins, að þá eru það enn og aftur hagsmunaaðilar sem eiga að endurskoða lög sem varða þá sjálfa og þeir tilbúninr að verja með öllum ráðum.

Hagsmunaaðilar í þessu sambandi er þjóðin öll. Hún á þessa auðlind sem verið er að fjalla. Hún á að eiga fulltrúa þegar kemur að endurskoðun á þessum lögum. 

Núverandi fiskveiðakerfi er ein ástæða þess að efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst.

Kerfið hefur leitt til þess að búin hefur verið til stétt leiguliða sem aðeins geta sótt björg í bú ef kvótagreifar gefa þeim leyfi til þess.

Kerfið hefur lagt margar sjávarbyggðir í rúst vegna þess að hagsmunaaðilar töldu að hagræða þyrfti í greininni.

Kerfið átti að leiða til þess að vernda auðlindana og koma í veg fyrir ofveiði en hefur þess í stað leitt til brottkasts og spillingar.

Látum það ekki gerast enn og aftur að sérhagsmunaaðilar búi til lög eða endurskoði lög sem varða þá sjálfa án þess að hugað sé að hagsmunum allra þegna landsins.

Kveðja,
Grétar Mar


Ný ríkisstjórn

Ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi á komandi árum.

Það er mér sérstakt fagnaðarefni að ákveðið hefur verið að fara fyrningarleiðina í kvótakerfinu. 

Ég hefði kosið að byrjað yrði strax í haust að innkalla kvótann og þá meira en um 5%. Þetta er samt  vísir af því að leggja af kerfi sem brýtur mannréttindi á þegnum landsins.

Þetta er áfangasigur og er full ástæða að fagna því.

Kveðja,
Grétar Mar

 


Þeir fengu fiskinn í arf

Texti: Bubbi Morthens

Í kódaklúbb eru strákarnir
kóngar hafsins, greifarnir
þingmenn sína þekkja
sem þjóðina aldrei blekkja
sem lögin setja, lagavissir
og lofa: Enginn þeirra missir
það sem örlögin höfðu orpið
allan kvódann og þorpið
í hendur sægreifans.

Þessi texti er pistill dagsins og segir allt í hnotskurn sem segja þarf um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.

Eigið góðan dag,
Grétar Mar

 


Mótmælin í dag

Það var napurt á Austurvelli á mótmælum sem auglýst voru á heimasíðu ASÍ í morgun. En það er nauðsynlegt að standa vaktina til enda. Það verður að standa vörð um velferð heimilanna.
Á meðfylgjandi mynd sést að ég og Sturla mættum ásamt 60 öðrum sem síðan gegnu upp að Stjórnarráðinu þar sem fundarhöld standa yfir vegna nýja stjórnarsáttmálans.
Mamtmli_Kiddi_1_JPG_270x200_q95

Myndin er fengin að láni af DV.is

Kveðja,
Grétar Mar

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband