Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.6.2009 | 09:07
Er eitthvað einfalt í dag!
Það hefur alltaf verið einfalt að halda niður launum hjá þeim sem eru á lægstu laununum. Þeim hefur verið haldið niður með þeim formerkjum að það varði þjóðarhag.
Það hefur aldrei náðst að hækka laun þeirra lægst launuðu þannig að þau séu mannsæmandi vegna þess að það var sagt stefna efnahagslífi þjóðarinnar í voða.
Nú segir þingmaður Samfylkingar að ekki sé einfalt að lækka laun þeirra sem hafa meira en milljón á mánuði. Það væri kannski ráða að bera við þjóðarhag!
Það er komin tími til að þeir sem hafa haft sjálftökurétt á launum og þeir ríkisstarfsmenn sem hafa haft margföld laun verkamanns sýni þjófélagslega ábyrgð.
Það er kominn tími til að hætta að röfla og fara að koma sér í gegnum snjóskaflinn áður en það fer að fenna aftur.
Það var hægt að setja neyðarlög á einum degi og það ætti að vera hægt að setja lög um laun ríkistarfsmanna sem hafa meira en miljón á mánuði á sama tíma.
Þjóðin hefur ekki efn á að borga þessi laun.
Kveðja,
Grétar Mar
![]() |
Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 07:50
Að standa vörð um grunnþjónustu!
Núverandi stjórnvöld tala um að grunnþjónusta verði ekki skert.
Það að þyrla verði ekki tiltæk í 10 daga á ári er ekkert annað en skerðing á grunnþjónustu. Þetta er líkt því að loka slökkvistöðvum í 10 daga í þeirri von að hvergi verði eldsvoði á þeim tíma.
Það að þyrla sé tiltæk varðar öryggi til sjós og lands þar sem slysin gera ekki boð á undan sér. Landhelgisgæslan á að tryggja það að mannslífum verði ekki stefnt í voða vegna skorts á þjónustu.
Það þarf að tryggja það að Landhelgisgæslan geti sinnt hlutverki sínu.
![]() |
Engin þyrla tiltæk í 10 daga á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 22:40
Það þarf vilja!
Það má ekki gerast að Eva Joly hætti að sem ráðgjafi sérstaks saksóknara.
Hún hefur getu, þekkingu og vilja til að tryggja að þessi rannsókn verði gerð með þeim hætti að öll spil verði lögð á borðið. Það er eitt af því sem gefur möguleika á að sátt náist í þjóðfélaginu um að koma því á réttan kjöl.
Stjórnvöld þurfa að tryggja nægilegt fjármagn til að rannsóknin gagni hratt og vel fyrir sig.
Kveðja,
Grétar Mar
![]() |
Ein mikilvægasta rannsóknin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2009 | 11:21
Grátkórar greifanna
Nú byrjar grátkór þeirra sem fengu auðlind þjóðarinnar, fiskinn, í sínar hendur að kvarta yfir því að þeir gætu þurf að afskrifa það sem þeir telja vera sina persónulegu eign úr bókhaldinu, ef fyrningarleiðin verði farin.
Hvernig gat það gerst að fáum einstaklingum var gert kleift að færa til eignar auðlindina í hafinu sem er sameign allrar þjóðarinnar?
Byrjun þessa fáránlega kerfis var að menn fengu úthlutuðum kvóta frá ríkinu og máttu veiða ákveðið magn af fiski. Þetta átti meðal annars að koma í veg fyrir ofveiði og stuðla að hagræðingu í greininni. Þessar forsendur laganna hafa aldrei náðst en í staðin varð til sjálftöku greifar sem halda að fiskurinn í sjónum sé þeirra og þeir geti eignfært hann og tekið lán með veði út á óveiddan fisk, sem gæti synt í burtu.
Það eina sem lögin um fiskveiðistjórnun hefur leitt til er að það er til lítill hópur manna sem teljur sig eiga auðlinda og þeir hafa fært hana sem sína eign. Þeir reka nú upp harmakvein og kvarta yfir að þurfa að afaskrifa sameign þjóðarinnar úr eigin bókhaldi.
Þeir hafa verið af taka lán út á þessa bókfærðu eign, sem er óveiddur fiskur, sem syndir um frjáls í hafinu.
Sumir hafa séð ástæðu til að selja auðlindina til annarra og fengið góðan pening fyrir sem þeir hafa notað í brask og fjárhættuspil.
Þeir hafa leigutekjur af auðlind þjóðarinnar sem þeir fá í sinn hlut það er þjóðin öll sem á að njóta góðs af auðlind sem hún á.
Það er mál til komið að hætt sé að taka sérhagsmuni fárra fram yfir heildarhagsmuni allra þegna landsins.
Fyrningaleiðin er leið sem á að fara og þó að ég telji að of hægt sé farið í að leggja af þetta kerfi er það þó byrjunin.
Kveðja,
Grétar Mar
19.5.2009 | 10:04
Ríkisfyrirtæki og auglýsingar
Nú á tímum efnahagssamdráttar er með ólíkindum að hægt sé að eyða pening í að auglýsa hinar ýmsu uppákomur með heilsíðuauglýsingum í fréttamiðlum landsins.
Það þurfi heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í gær til að óska Jóhönnu til hamingju með annað sætið í Moskvu. Spurningin er hvort Ríkisútvarpaði hefði ekki átt að láta sér nægja að nota eigin útsendingartíma til að halda áfram að fangna sigrinum í gær eins og þeir gerðu á sunnudaginn.
Ríkisbankarnir telja að þeir þurfi að fara í ímyndarherferð sem kostar milljónir til að ná til sýn viðskiptavinum. Það er einkennilegt að bankar sem eru í eigu sama aðila, ríkisins, þurfi eða eigi að vera í samkeppni við hvern annan og nota til þess fé sem við eigum og þurfum að nota til að byggja upp atvinnufyrirtæki sem nú skortir rekstrarfé.
Það er nóg komið að bruðli með skattfé almennings. Það er að skornum skammti ef tekið er mið af þeim niðurskurði sem boðaður er í velferðarmálum. Þegar þrengir að þarf að nota peninga með skynsamlegum hætti. Þeir detta ekki lengur af himnum ofan né verða til í fjárhættuspilum útrásarvíkinganna.
Kveðja,
Grétar Mar
19.5.2009 | 09:46
Frábært!
Það er gott þegar vel gengur og það birtast fréttir af því að enn eru til fyrirtæki sem eru að skila arði til þjóðfélagsins.
Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á það í stefnuskrá sinni að tryggja þurfi rekstragrundvöll þeirra fyrirtækja sem stunda sjávartengda ferðamennsku um allt land. Í henni felast tækifæri til að auka þjóðartekjur til muna.
Við eigum að nota þá þekkingu sem er til staðar í tengslum við nýtingu auðlinda hafsins til að auka atvinnutækifæri í ferðamannaiðnaði. Þar liggja tækifæri í mannauð með þekkingu og reynslu sem í fellst auðlind sem hægt er að nota til að auka tekjur og atvinnu.
Kveðja,
Grétar Mar
![]() |
Sjóstöngin skilar milljarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 19:59
Hvernig er hægt að skulda 45 milljarða?
Hannes Smárason skuldar jafn mikið og það kostar ríkið að borga atvinnuleysisbætur í tvö ár miðað við núverandi ástand á vinnumarkaðinum eða um 45 milljarða. Dæmi Hannesar er ekki einsdæmi,heldur eitt af mörgum.
Spurningin er sú hvernig það hafi gerst að einn einstaklingur getur skuldað upphæð sem nemur miljörðum. Kannski segir þessi tala allt það sem segja þarf um það brjálaða ástand sem hér hefur ríkt. Sumir virðast hafa getað gegnið sjálfala um í bönkum landsins og fengið lán út á veð en gátu aldrei borgað vexti og afborganir af lánunum.
Matador er spil þar sem maður getur leikið sér að því að kaupa og selja plasthús, plastbíla með plat peningum. Það þarf að sjá til þess að í framtíðinni verði tryggt að menn getir ekki spilað í fjárhættuspilum með hús fjölskyldanna í landinu, bílana þeirra og líf. Þeim verði gert að spila Matador, þar sem allt er í plati.
Það á ekki að bjóða þjóðinni upp á það að borga sukkið eins og útlit er fyrir að við þurfum að gera. Við höfum ekki val, við verðum skikkuð til þess með skattahækkunum eða þjónustugjöldum sem kemur til með að leiða til verri lífskjara með einum eða öðrum hætti.
Það á að byrja á sykurskattinum sem kemur til með að hækka afborgarnir verðtryggðra lána venjulegs fólks sem bara á að borga og borga. Útrásarvíkingarnir með riddarakrossana sleppa eða fá lúxusvist á Kvíabryggju.
Kveðja,
Grétar Mar
15.5.2009 | 10:11
Ókeypis skólamáltíðir
Eitt af stefnumálum Frjálslynda flokksins sem ekki náði eyrum kjósenda fyrir síðustu kosningar var að tryggt yrði að öll börn ættu þess kost að fá skólamaltíðir.
Það má ekki gerast að efnahagur foreldra verði þess valdandi að börnin okkar fái ekki mat.
Það að börnin fari að sofa með tannpínu er heldur ekki forsvaranlegt hvort heldur að hún stafi af sykur áti eða örðum þáttum.
Ögmundur vill nú setja á sykurskatt. Spurning er hvort það sé ekki meira í ætt við forræðishyggju sem hefur sýnt sig að breyta ekki neinu nema ef vera skildi að hækka vísitöluna.
Það þarf þess í stað að tryggja að börn hafi frían aðgang að tannlæknum sem fylgjast með tannheilsu þeirra og grípa inn í áður en í óefni er komið. Hér skiptir líka máli að efnahagur foreldra bitni ekki á tannheilsu barnanna okkar.
Í börnum landsins er framtíð þess falin og þau eiga rétt á því að við verndum þau á þann máta að þau geti tekist á við framtíðina án þess að núverandi efnahagsástand bitni á þeim.
Kveðja,
Grétar Mar
![]() |
Verst setta barnaverndin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2009 | 10:20
Grein eftir Þórólf Matthíasson
Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Þórólf Matthíasson sem heitir; Fyrningarleiðin eykur ávinning Íslendinga af sjávarútveginum.
Þetta er mjög góð grein sem allir sem vilja að fyrningarleiðin verði farin ættu að lesa. Þórólfur færir mjög góð rök fyrir henni í grein sinni.
14.5.2009 | 09:31
Enn og aftur um hamfarir
Nú er komið í ljós af menn vissu að hætta væri á bankahruni. Þrátt fyrir það fóru Geir og Ingibjörg um heiminn til að telja fólki trú um að allt væri í himnalagi. Það virðist ekki hafa hvarlað að þeim ráðamönnum sem vissu í hvað stefndi að leita leiða til að minnka skaðann.
Ef ráðherrar eru að segja satt um að hafa ekkert séð, vitað né skilið það er það nú komið á hreint að ráðuneytisstjórar þeirra vissu um hættuna.
Ekkert var gert nema búa til drög að neyðarlögum sem að mínu áliti hafa gert meira ógagn en gagn. Þau hafa valdið því að enn standa menn í miðjum skóskafli og reyna að moka sig í gegnum hann.
Það er mín skoðun og hefur verið allan tímann að nær hefði verið að láta bankanna fara í gjaldþrot og taka síðan við þeim úr hendi skiptastjóra. Þá hefði skiptastjóri getað selt bankanna til nýrra aðila, hér á landi, með innlendu skuldum og eignum. Kröfur erlendra aðila hefðu þá farið í gegnum skiptastjóra og þeir ekki átt kröfu á ríkið. Neyðarlögin leiddu til þess að nú situr almenningur uppi með það að borga sukk útrásarvíkinganna vegna þess að engin sagði keisaranum að hann væri berrassaður.
Spurningin nú er hvort ekki sé ástæða til að kalla þá ráðamenn og starfsmenn ríkisins sem vissu af því að yfirstandandi væru hamfarir fyrir Landsdóm til að fá úr því skorðið hver þáttur þeirra í þessu máli var. Ef einhvern tíman á að myndast þjóðarsátt um að vinna sig í gegnum skaflinn þá er það að mínu áliti nauðsynlegt.
Kveðja,
Grétar Mar
![]() |
Áætlun ef bankar færu í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |