Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.6.2009 | 16:57
Skjaldborgin
Loforð núverandi ríkisstjórnar var að standa vörð um hag heimilina í landinu.
Þessi hækkun á bensínverði er svo sannarlega ekki til þess fallin.
![]() |
Bensín hækkar um 12,50 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 09:05
Skattur á neysluvöru.
Það hringdi í mig ungur maður um daginn og var hann mjög reiður. Hann sagðist vera mjög óhress með hagstjórn nýju ríkissjónarinnar. Eina sem þeim dytti í huga að gera væri að hækka neysluvörur, svo sem tóbak, vín og bensín. Hann sagði jafnfram að þetta væri gamaldags hagstjórnartæki sem ekki myndi skila neinu nema að skerða kjör hins almenna borgara.
Það sama má segja um sykurskattinn. Hann veldur hækkun á vísitölu sem þýðir hærri afborganir af lánum.
Það er alveg á hreinu að þessi aðgerð er ekki til þess fallin að standa vörð um hagsmuni fjölskyldnanna í landinu.
![]() |
Skattur á kex og gos í 24,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2009 | 08:46
Flott
18.6.2009 | 08:34
Hvalveiðar hefjast!
18.6.2009 | 08:23
Við vorum sett að veði.
Samkvæmt orðum Indriða í þessari frétt var Íslenska þjóðin sett að veði í útrás víkinganna. Indriði telur ekki óeðlilegt að gegnið verði að veðum sem eru eignir þjóðarinnar svo fremi sem það stangist ekki á við stjórnarskrá.
Það þarf að aflétta leynd af Icesave samningunum þannig að þjóðin fái upplýsingar um það hvað henni er ætlað að borga og hvernig. Einnig er nauðsynlegt að fá það á hreint að hvaða eignum þjóðarinnar, Hollendingar og Bretar geta gegnið ef það verður samþykkt að ganga að þessum samningi.
Þjóðin er ríkið og ríkið er þjóðin.
Kveðja,
Grétar Mar
![]() |
Spurning um daga hvenær leynd verður létt af Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 18:24
Icesave
Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins leggst alfarið gegn svo kölluðu ice-save samkomulagi. Frjálslyndi flokkurinn fordæmir að ekki hafi verið látið reyna á rétt Íslendinga fyrir dómstólum t.d. með tilliti til hryðjuverkalaga Breta gegn íslenskri þjóð. Í því samkomulagi sem ríkisstjórn hefur kynnt og á eftir að samþykkja á alþingi er rétti okkar til þess að láta reyna á dómstólaleiðina fyrirgert. Það fordæmir Frjálslyndi flokkurinn harðlega og lýsir fullri ábyrgð vegna þess á hendur ríkisstjórnarflokkunum, Samfylkingu og Vinstri grænum.
16.6.2009 | 17:36
Veit Sigmundur Ernir ekki í hvaða flokki hann er?
Það vekur furðu að Sigmundur Ernir gerir ekki annað en að spyrja samflokksmenn sína um eitt og annað á Alþingi.
Ætli hann fái ekki að vera með á þingflokksfundum?
Talar hann ekki við samflokksmenn sína?
Eða er hann settur í þetta hlutverk til að vekja athygli fjölmiðla á stefnumálum Samfylkingar eða til að koma sjálfum sér á síður blaðanna?
Kveðja,
Grétar Mar
15.6.2009 | 17:27
Umræða um strandveiðar á Alþingi í dag!
Það verður að hrósa Samfylkingunni fyrir umræðuna um standveiðar.
Þeir fulltrúar hennar sem hafa tekið þátt í umræðunni á Alþingi í dag hafa gert það með þeim hætti að það virðist vera von til þess að breytinga sé von á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Kerfi sem hingað til hefur haft hagsmuni fárra að leiðarljósi.
15.6.2009 | 17:23
Við borgum ekki!
Ég var einn af þeim þingmönnum sem sat hjá við afgreiðslu laga um að ganga til samninga um Icesave reikningana.
Það er enn skoðun mín að þjóðin á ekki að borga þessa reikninga.
Ég vildi að við slitum stjórnmálasamstarfi við Breta og myndum senda sendiherrann þeirra heim.
Það á ekki að binda næstu kynslóð í skuldaklafa vegna þessarar reikninga.
Kveðja,
Grétar Mar
![]() |
Icesave mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2009 | 09:31
Afleiðing geymslurétts milli ára.
Síðastliðið haust voru sett lög frá Alþingi þar sem sægreifunum var veitt heimild til að geyma kvóta í sjónum á milli ára.
Þessi lög eins og önnur sem varða fiskveiðistjórnun voru sett vegna þrýstings frá L.Í.Ú..
Afleiðingar þeirra eru þær að minna er veitt af fiski. Þetta skaðar að sjálfsögðu almannahag þar sem þetta leiðir til minni afla og lægri tekna fyrir þjóðarbúið.
Önnur afleiðing er sú að leiga á veiðiheimildum hefur hækkað sem hindrar þá sem ekki eiga kvóta til að leiga sér hann. Þetta leiðir til þess að færri sjá sér fært að stunda sjósókn.
Þetta leiðir til þess að færri geta haft atvinnu af sjávarútvegi en ella hefði verið ef lögin hefðu ekki verið sett.
Á vísi.is í dag er eftirfarandi frétt: Verðmæti heildaraflans minnkaði um 10% í maí. Í þessari frétt er ekki leitað skýringa á því hvers vegna heildarafli hefur minnkað.
Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing eins anga núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis.
Kveðja,
Grétar Mar