Grátkórar sægreifanna

Set hér inn hluta af færslu sem birtist á bloggi mínu í gær.  

Sægreifarnir hafa sett saman grátkór með stuðningi bæjarstjórnafulltrúa, sem eru þeim vilhallir.

Það má nú alveg setja spurningamerki við það fyrir hverja þessir ágætu bæjarstjórnarmenn telja sig vera fulltrúar fyrir. Þeir láta hafa sig út í það að mótmæla því að allir þegnar landsins sitja við sama borð, þegar kemur að því að fá arð af sameiginlegri auðlind, fiskinum í sjónum.

Hverjir kusu þá til að vera fulltrúar sínir í bæjarstjórnum, á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og Grindavík. Voru það sægreifar eða almenningur?

Þegar bæjarstjórar sveitarfélaga sem hafa farið hvað verst út úr núverandi fiskveiðistjórnarkerfi láta hafa sig út í það að verja það, þá er nú fokið í flest skjól.

Hversu margir sægreifar hafa selt kvóta sinn í Ísafjarðarbæ og farið með arðinn suður þar sem þeir hafa leikið sér í fjárhættuspilum, sem eru ein ástæða þess að efnahagslíf þjóðarinnar er í rúst.

Það væri rétt að Halldór bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ færi yfir þær tölur áður en hann heldur áfram að vera með í grátkór sægreifanna.

Það var ekki settur saman grátkór þegar lögin voru sett. Lög sem hafa skaðað sjávarbyggðirnar með þeim hætti að aldrei kemur til með að gróa um heilt.

Forsenda nýja Íslands er að meinsemdum verði eytt og tryggt að allir þegnar landsins sitji við sama borð. Það á ekki að leyfa að einhverjum sé gert að hirða molana sem detta af borðum greifanna. Í dag eru það leiguliðar kvótaeigenda.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Ég er ættaður frá Eyjum,ég veit að þetta er ekki skoðun almennings í Eyjum það sem bæjarstjórn var að senda frá sér.Útgerðin í Eyjum og Íhaldið eru svo samtvinnuð.kv

þorvaldur Hermannsson, 13.5.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sæll Þorvaldur
Ég held nefnilega að það sé tilfellið að þeir bæjarfulltrúar sem hafa verið að senda frá sér yfirlýsingu til stuðnings sægreifunum séu ekki að tala fyrir hönd allra þeirra íbúa sem þeir eru fulltrúar fyrir.

Grétar Mar Jónsson, 13.5.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég veit ekki betur en að fulltrúi Frjálslyndra hafi skrifað undir ályktunina í Grindavík. Þið frjálslyndir flokkist nú seint undir að vera stuðningsmenn kvótakerfisins, en hann sér greinilega hættuna sem fylgir þessari fyrningaleið.

Ingólfur H Þorleifsson, 13.5.2009 kl. 15:57

4 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sæll Ingólfur
Fulltrúi Frjálslyndra hefur ekki atkvæðisrétt í bæjarráði en það var það sem stóð að þessari ályktun - hann skrifaði því ekki undir þessa yfirlýsingu.

Grétar Mar Jónsson, 13.5.2009 kl. 16:15

5 identicon

Það voru aðrir sem grétu þegar "sægreifarnir" seldu þjóðareignina og hurfu í "skjóli nætur" frá ýmsum bæjarfélögum landsins.  Kvótabraskið hefur gert marga fjölskylduna atvinnu-og eignalausa.  Það er löngu tímabært að afleggja framsal og aðra spillingu kvótakerfisins.

Ég get ekki annað en "grátið úr hlátri" þegar ég heyri ótrúlegustu menn lýsa því hrikalega ástandi sem gæti skapast þegar þessir kvótabraskarar missa tökin á einni af auðlindum þjóðarinnar og þurfa jafnvel að flytja heim af "sólarströndum", svo ég tali nú ekki um grátkór LÍÚ sem virðist halda sig vera ríki í ríkinu.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:28

6 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sæll Páll.
Að mínu mati er þessi greining þín á ástandinu rétt. Það eru margir sem hafa grátið eftir að kvótabrakið hefur átt þátt i að leggja líf þeirra og starf í rúst. Þá datt engum bæjarfulltrúa að skirfa í blöðin eða hafa skoðun á því.

Grétar Mar Jónsson, 13.5.2009 kl. 16:54

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Man einhver til þess að sá sem sér fram á að missa réttindi sín eða meintar eigur hafi tekið því með brosi á vör?

"Djarfur er hver um deildan verð" eru gömul sannindi og ný.

Árni Gunnarsson, 13.5.2009 kl. 17:19

8 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Rétt hjá þér Árni

Grétar Mar Jónsson, 13.5.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband