Vinur minn, Raggi.

Hann Raggi vinur minn sendi mér þessa athugasemd. Hún var eitthvað lengi á leiðinni og kom ekki til mín fyrr en í dag.  Þar sem mér finnst mér bera skilda til að svar þessum góða vini mínum kemur svar mitt eftir athugasemd hans.  

Raggi skrifaði: 

Hnaut um fyrirsögnina "Við borgum ekki". Mín spurning er þessi:
Er það stefna Frjálslynda flokksins að ekki eigi að samþykkja samninginn um Islave?
Ef svo er: Finnst flokknum þá að það ætti að fara dómstólaleiðina?
Og ef svo er: Til hvaða dómstóls ber að skjóta málinu?
Eða: Eigum við bara að gefa Evrópu fingurinn og borga bara ekki?
Reyni að koma á fundinn hjá þér í kvöld og heyri þá væntanlega svörin.
Ef ég næ ekki á fundinn þá bara hringirðu í mig. :-)

Bestu kveðjur,
Ragnar

Kæri vinur.

Það hefði átt að reyna að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um hlutlausan dómstól þar sem fjallað hefði á  um málið, hlutlaust .

Ef ekki hefði náðst samkomulag við þá um það hefði átt að fara með málið fyrir Íslenskan dómsstól eins og Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður hefur bent á.

Málið er að við þurfum annan samning en þann sem nú er í boði. Lögfræðingar eins og Páll Líndal hafa bent á að óeðlilegt sé að þjóðin taki á sig þessar skuldbindingar án þess að dómstólar hafi fjallað um málið.

Já, við eigum að gefa Evrópu puttann að því marki að við eigum ekki að láta kúga okkur eins og nú er verið að gera. Ef þetta er það sem Evrópusambandið er að bjóða upp á þá mega þeir eiga sig. Það að stórveldi og nýlendu kúgarar frá fornu fari leyfi sér að koma fram með þessum hætti er ólýðandlegt frá mínum bæjardyrum séð.

Við áttum að slíta stjórnmálasambandi við Breta síðastliðið haust þegar hryðjuverkalögin voru sett og kalla sendiherra okkar heim. Það að við einangrumst frá Alþjóðasamfélaginu er betra en það að setja heila þjóð í ánauð IceSalve samnings. Betra að vera fátækur og frjáls en þræll Alþjóðasamfélagsins.

Það að Bretar og Hollendingar geti gengið að öllum eignum íslenska ríkisins er algjörlega óásættanlegt.

Það að allir þegnar landsins komi til með að  skulda þessum þjóðum 3 milljónir á alla íslendinga er einnig óásættanlegt. Það bætist við aðrar þær skuldir sem við erum nú að taka við, úr hendi útrásavíkinga, lélegrar laga og ráðamanna sem sofnuðu á vaktinni.

Með kærri kveðju,
þinn vinur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Grétar, takk fyrir tilskrifin. Ég átti satt að segja ekki von á að þú eyddir svona miklu púðri í mig.

Það er auðvitað útrætt mál þetta með dómsstólana. Ekkert samkomulag náðist um annað en gerðardóm, sem íslendingar höfnuðu. Allt tal um að reks svona mál fyrir íslenskum dómstóli er í besta lagi hlægilegt, enda maðurinn sem stakk upp á þessu ..........

Auðvitað er ég þér fullkomlega sammála um að þessi skuld eigi ekki að lenda á íslensku þjóðinni. Það var hinsvegar undirrtað minnisblað af móðurflokki :-) Frjálslynda flokksinns, sem setti þessa atburðarás í gang. Einnig er ég sammála þér um að lélegir ráðamenn hafi sofnað á vaktinni. Þar í flokki eru ráðherrar, alþingismenn, og eftirlitsstofnanir. Allt þetta focking lið svaf þynkusvefni. ´

Nú hefur Íhaldið og þeirra aftaníhosur grafið þjóðinni djúpa gröf og Samfylkinginn/Vinstri grænir eru í óða önn að möka yfir.

Enn og aftur takk fyrir tilskrifin.

félagi Raggi.

Ragnar Marinósson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:14

2 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Mín var ánægjan, félagi

Grétar Mar Jónsson, 30.6.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband