Fátækt

Vinur minn er leigubílstjóri og sagði mér fyrir nokkru síðan að hann hefði verið að keyra eina nóttina þegar hann sá unga konu vera að leita að dósum niður í bæ. Hann tók það fram að þetta hafi verið íslensk kona.

Hann fór að tala við hana og þá sagði hún honum að ásæða þess að hún væri að safna dósum væri að hún ætti ekki fyrir mat fyrir börnin sín þrjú.

Þessi ágæti vinur minn bauðst til að keyra hana heim, frítt. Á leiðinni sagði hún honum af hún væri búin að safna þessa nótt 500 kr. og gæti því daginn eftir keypt brauð og mjólk fyrir börnin sín.

Ástæða þess að þessi saga rifjaðist upp fyrir mér er sú að í gær var ég að versla í Bónus, nauðsynjar, sem ekki er í frásögu færandi nema vegna þess að ég hitti þar konu sem ég kannaðist við.

Hún heilsaði mér og sagði mér að heima ætti hún svöng börn og hún sæi ekki fram á að geta séð þeim farborða í framtíðinni ef fram héldi sem horfði.

Það er illa komið fyrir þjóð sem telst eða taldist til ríkustu þjóða heims að fólk sé farið að líða skort vegna fátæktar.

Þetta er fólkið sem verið er að leggja á auknar byrgðar með hækkandi vöruverði, þjónustugjöldum og sköttum.

Þetta er fólkið sem nú er verið að biðja um að borga Icesave reikningana og taka á sig að borga skuldir Björgólfsfeðga og annarra þeirra sem töldu sig vera hafnir yfir lög og reglur.

Það á ekki að taka það í mál að útrásarvíkingar sleppi við að greiða skuldir sínar eins og almenningi er gert að gera.

Það á ekki að auka á fátækt meðal almennings í landinu með því að láta hann borga Icesave reikninginn.

Kveðja,
Grétar Mar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjartanlega sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.7.2009 kl. 21:56

2 identicon

Danir skammast sín fyrir þjóðerni sitt vegna stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum.

Íslendingar skammast sín fyrir þjóðerni sitt vegna stjórnvalda Íslands, núverandi og fyrrverandi.

Ragnar Marinósson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:10

3 Smámynd: Elle_

Blessaður.  Vonandi muntu senda þessa sögu til yfirvalda, þeirra sem um hækkanirnar og skattpíninguna sjá og þeirra sem ætla að þvinga þjóðina með ICE-save.

Elle_, 10.7.2009 kl. 07:45

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

dapurt ástand

ég er nú samt hissa á þér Grétar að versla í Bónus

Jón Snæbjörnsson, 10.7.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband