Kvótinn

Ég fagna þessari ályktun Eyjamanna og styð hana heilshugar. 

Ég hef haldið því fram að auka eigi þorskkvóta um 100 þúsund tonn og einnig að auka eigi veiðar í flestar aðrar tegundir.

Þetta er leið sem við þurfum að fara til þess að afla tekna fyrir þjófélagið og sem lausn á því atvinnuleysi sem við eigum við að stríða.

Það sem væri best er að farið yrði í fyrningu sem fyrst og tekið á geymslurétti og tegundatilfærslunni.  

Það þarf að fara að stjórna fiskveiðum með þeim hætti að þær hafi hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi í stað þess að hygla fáum.

Það þarf líka að taka á þeirri staðreynd að núverandi kerfi brýtur mannréttindi og er til skammar að stjórnvöld hafi enn ekki brugðist við dómi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Hvetja til endurskoðunar kvótaúthlutunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll félagi. Tek undir þetta með þér. Um leið bið ég að heilsa frænku minni sem eiginlega er ekki frænka mín. Þú skilur hvað ég á við og sértu sjálfur ávallt kært kvaddur.

Ólafur Ragnarsson, 14.7.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú segir ekki eitt orð um tilraunir stjórnvalda til þess að troða Íslendingum í Evrópusambandið sé ég, hvað veldur og hver er skoðun þíns flokks í þessu máli ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.7.2009 kl. 02:19

3 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk fyrir góðar kveðjur til mín og Stínu, Ólafur. Skáfrænka þín biður kærlega að heilsa.

Guðrún eins og þú veist þá er stefna Frjálslynda flokksins sú að ekki eigi að sækja um aðild að ESB.
Mín persónulega skoðun er sú að sækja eigi um og kjósa síðan um aðild þegar vitað er hvað er í pakkanum. Ég mun ekki samþykkja samning sem kemur til með að valda því að við missum nýtingarréttin og yfirræði yfir auðlindum okkar til sjós og lands. Og ef aðgöngumiðinn að sambandinu er sá að við borgum IceSave segi ég nei takk.

Grétar Mar Jónsson, 15.7.2009 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband