22.7.2009 | 10:39
Fréttaskýringar Morgunblaðsins
Það er með ólíkindum hvers konar fréttir eru í blaði allra landsmanna um fiskveiðar og maður spyr sig hvaða tilgangi þær eiga að þjóna eða fyrir hverja þær eru skrifaðar.
Mánudaginn 20 júlí var fréttaskýring í Morgunblaðinu eftir Sigurð Boga Sævarsson.
Þar sagði meðal annars, að: "Sjómenn á Vestfjörðum hafa áhyggjur af því, að reglur um strandveiðar bjóði heim hættunni á að sjósókn síðari hluta sumars verði hugsanlega stunduð meira af kappi en forsjá".
Sjómenn á Vestfjörðum sem og annars staðar á landinu vita að ekki er hægt að stunda veiðar á handfærarúllur þegar vindur er orðin meiri en Kaldi eða 5 vindstig. Ástæðan er sú að þá stendur færið beint út frá bátnum og því er ekki mögulegt að veiða við þannig aðstæður.
Sjómenn sem stunda þessar veiðar hafa þekkingu og reynslu sem á að bera virðingu fyrir.
Það er þekking og reynsla þeirra sem hefur í gegnum tíðina átt þátt í því að gera okkur öllum kleift að lifa hér á landi.
Það má vel vera að útrásarvíkingar og sægreifar hafi látið glepjast af skyndigróða en ég treysti sjómönnum þessa lands til að taka ákvarðanir um sjósókn út frá veðurspám og eigin velferð.
Það er þjóðhagslega nauðsynlegt, að auðlindir þjóðarinnar sé nýttar með skynsamlegum hætti og reynt sé með öllum ráðum að auka tekjur og draga úr atvinnuleysi.
Það er ekki þjóðinni til heilla að fréttaskýringar í blaði allra landsmanna hafi þann eina tilgang að standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur hagsmuni fárra að leiðarljósi.
Þessi fréttaskýring hefur að mínu áliti það eina markmið að skapa neikvæða umræðu um standveiðar og til þess notuð meðöl sem gera lítið úr reynslu og þekkingu þeirra manna sem stunda handfæraveiðar.
Það væri betra að blað allra landsmanna birti fréttaskýringu um hversu miklar tekjur standveiðar skiluðu þjóðarbúinu.
Ekki væri verra að þeim sjómönnum sem hafa þrek og vilja til að stunda þessar veiðar yrði þakkað, fyrir hönd þjóðarinnar, fyrir vel unnin störf.
Það sem þarf að gera er að auka þann kvóta sem má veiða með þessum hætti.
Fréttaskýringin af mbl.is: Sjómenn glepjist ekki af græðginni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er hár rétt hjá þér, en það besta er að sá sem talað var við er línusjómaður frá flateyri og tel ég sem gamall línusjómaður að það er hættulegra að róa á línu í jan og feb en að stunda færi í júlí og ágúst, þar sem maður var að berjast við að ná upp línuna en á færum er bara að kippa slóðanum inn og fara í land. Ég tal að það sé meira tilfinningarmál hjá þessum sjómanni að hann hefur verið að fá hellings bigðakvóta ár eftir ár sem hann er hræddur um að missa núna, en hann getur róað sig niður því flateyri var að fá hellings bigðakvóta núna. svona til samanburðar á ekki að leggja slökkvilið reykjavíkur niður þetta er stórhættulegt starf og eru menn að leggja sig í mikla hættu.
Jónas Finnbogason (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:13
Sæll Jónas. Það er einmitt málið að flest það sem skrifað er um fiskveiðar í blað allra landsmanna byggir oftast á því að verið er að verja núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Grétar Mar Jónsson, 22.7.2009 kl. 18:39
Sammála þér Grétar Mar. Ekki gleyma að sjómenn sem alla tíð hafa dregið hér björg í bú eru hlunnfarðir af Verkalýðsfélögum. Þeir þurfa að borga olíuna á skipin sem þeir vinna á, einnig föt til að þræla í, kassa undir fiskinn og fl.og fl. Ég sæi flugmenn greiða eldsneyti á þoturnar, strætóbílstjóra borga fötin sín og póstmenn borga skrefagjöld fyrir útburðinn. Hér yrði allt vitlaust ef þetta yrði reyndin. Nei ó nei þetta má ekki tala um. Almenningur í þessu landi veit þetta ekki. Hvaða samingar eru þetta eiginlega sem bjargvættir okkar Íslendinga þurfa að þola?Þ.a.s okkar Íslensku sjómenn.
Erna Margrét Laugdal (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 21:56
Rétt hjá þér Erna og gott innlegg í umræðuna um þá stétt manna sem hafa og eru enn þeir sem afla tekna fyrir þjóðina. Þeim á að þakka en ekki fjalla um þá á síðum blaða með þessum hætti. Þeir sem taka að sér að skrifa fréttaskýringar um sjómennsku ættu alla veganna að sjá sóma sinn í að vita um hvað þeir eru að skrifa eins og Jónas benti réttilega á.
Grétar Mar Jónsson, 22.7.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.