2.8.2009 | 10:55
Rætur hrunsins!
Þorvaldur Gylfason segir meðal annars þetta um rætur hrunsins;
"Einn angi vandans er lagaheimild frá 1997 til að veðsetja veiðiheimildir, þótt sjávarauðlindin eigi að heita sameign þjóðarinnar að lögum. Lögin leyfa mönnum beinlínis að veðsetja eigur annarra. Menn kasta höndunum til fjárfestingar fyrir lánsfé með veði í eigum annarra, enda ramba skuldum vafin útvegsfyrirtæki nú mörg á barmi gjaldþrots. Endurbornir ríkisbankar hafa eignazt hluta kvótans, sem er því aftur kominn í eigu almennings. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað, að kvótakerfið feli í sér mannréttindabrot, og skorað á stjórnvöld að breyta kerfinu. Nýja ríkisstjórnin virðist ekki ætla að taka þeirri áskorun eða setja hana í samhengi við hrunið".Rætur hrunsins
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2009 kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
Tími til kominn. Kannski fer hann loks að koma?
Þórður Már Jónsson, 2.8.2009 kl. 15:15
Tíminn er svo sannarlega kominn Þórður og það fyrir löngu síðan.
Grétar Mar Jónsson, 3.8.2009 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.