Gott!

Það eru góðar fréttir að vel veiðist af þessari auðlind okkar, í hafinu.

Hvalveiðarnar í sumar hafa skapað atvinnu fyrir á milli 200-300 manns.

Hvalveiðarnar hafa því á tímum þrenginga í efnahagslífinu skapað vinnu, tekjur fyrir fólk, fyrirtæki og ríkið.

Ein af þeim rökum sem notuð voru gegn því að hefja hvalveiðar og því að nýta þær auðlindir sem við eigum voru að það myndi bitna á ferðamannaiðnaðinum og þá sérstaklega á fyrirtækjum sem biðu upp á hvalaskoðunarferðir.

Ég ræddi við einn eiganda hvalaskoðunar fyrirtækis fyrir nokkrum dögum og sagði hann að aldrei hefðu fleiri ferðamenn farið í hvalaskoðunarferðir en í júlímánuði á þessu ári.

Það má því færa rök fyrir því að hvalveiðar hafi ekki áhrif á þennan þátt í ferðamannaiðnaðinum.

Nú á tímum þrenginga eigum við og þurfum að nota allar þær auðlindir sem við eigum til atvinnusköpunar.

Vinnum saman en egnum ekki atvinnugreinum saman í óþarfa slag.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


mbl.is 64 langreyðar og 46 hrefnur veiddar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband