Nýtt Ísland

 Þessi grein byrtist í Morgunblaðinu síðastliðin laugardag.

Öll umfjöllun um núverandi fiskveiðistjórnunar kerfi er á þá leið að ef við henni verið hróflað fari allt á annan endann.
Það má ekki hrófla við kerfi sem bíður upp á spillingu og fjötrar fólk í ánauð sægreifanna. Kerfi sem brýtur mannréttindi á fólkinu í landinu.

Það mátti heldur ekki hrófla við bönkunum á meðan allir héldu að peningar yrðu til úr engu. Bankamenn voru mærðir og talið að þar væru snillingar á ferð sem gætu með snertingu breitt steini í gull. Ekkert mátti gera til að koma í veg fyrir þessa trú um ágætu þessara manna, því þá færi allt á annan endann. Bankarnir myndu hverfa úr landi og eftir stæði þjóðin slipp og snauð. Þjóðin átti að þakka þessum fræknu köppum sem fóru um heiminn með gúmítékka og keyptu allt það sem þeim datt í hug.

Þeir sem höfðu efasemdir um að hægt væri að breyta steini í gull voru sagði afbrýðissamir, heimskir og jafnvel sakaðir um að vera óvinir þjóðarinnar. Allt var bara gott og frábært, við vorum best, ríkust, gáfuðust og stórust.

Núverandi stjórnarflokkar boðuðu bót og betrun á meðan á kosningabaráttunni stóð. Því var lofað og það sett í stjórnarsáttmála að landið ætti nú að verða land velferðar sem byggði á jöfnuði, jafnrétti og jafnræði. Frjálshyggjunni átti að henda út á hafshauga og nú var það hagur almennings sem átti að ráða ferð.

Ein rót spillingarinnar sem við erum nú að verða vitni að og upplifa hefur ekki verið hróflað við. Enn er verið að standa vörð um kerfi sem átti þátt í bankahruninu og þeirri kreppu sem við erum nú að kljást við. Þeir sem hafa aðrar skoðanir en þeir sem vilja standa vörð um þetta kerfi fá sama sönginn og þeir sem höfðu efasemdir um frammistöðu útrásarvíkinganna.

Þetta kerfi er kvótakerfið sem enn er við líði og ekki bólar á neinum breytingum á því. Það má þó segja að strandveiðar hafi verið spor í rétta átt. En betur má ef duga skal. Það verður ekki hægt að byggja upp nýtt Ísland nema að tekið verði á þessu kerfi og því breytt.

Kvótakerfið varðar alla þætti samfélagsins. Það hefur með atvinnustig að gera, það hefur með tekjur almennings sem starfar í sjávarútvegi að gera, það hefur með þjóðartekjur að gera, það hefur með jöfnuð, jafnrétti og jafnræði þegnanna að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Samála því Arnþór og þess vegna þarf að halda baráttunni fyrir því á lofti þar til að kvótin verð ur með sanni eign þjóðarinnar.

Grétar Mar Jónsson, 12.8.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband