15.9.2009 | 09:18
Nýtt Ísland
Forsenda þess að hægt sé að byggja upp nýtt Ísland sem byggir á jafnrétti, jafnræði og jöfnuði er að afnema núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Það er grunnur þeirrar spillingar sem við erum nú að súpa seiðið af.
Það má fagna gjörðum Jóns Jóseps Bjarnasonar sem ætlar að fara að kafa ofan í eigna- og hagsmunatengsl í íslenskum sjávarútvegi.
Í þessu tilliti er mönnum hollt að rifja upp það sem hefur gerst og gerðist þegar kvótinn var settur á árið1984, í tíð þáverandi sjávarútvegsráðherra Halldórs Ásgrímssonar, guðföður kvótakerfisins.
Nokkur dæmi um geðþóttaákvarðanir hans sem vörðuðu þann veg sem síðan hefur verið farinn, eru eftirfarandi:
Sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson bætti upp lélega humarvertíða á Höfn árið 1984 með þorskkvóta. Hann tók þá þorskkvóta frá öðrum sem veiddu þorsk, sem þá höfðu minna til skiptanna.
Þegar Erlingur togari úr Garðinum var seldur austur á Höfn fékk hann 500 tonn auka kvóta í þorski, í sóknarmarki. Landinu var þá skipt í norður og suðursvæði. Ráðherra færði línuna til að tryggja þetta. Togarar á norðursvæði voru þá með 1750 tonn í þorski en togarar á suðursvæði með 1250 tonn.
Þegar bátar á Höfn hættu að veiða síld í reknet og fóru að veiða í nót fengu þeir sama snurpu kvóta eins og þeir bátar sem höfðu veitt í nót. En þeir fengu einnig umframkvóta þannig að þeir fengu 1 tonn af þorski fyrir 3 tonn af síld í reynslukvóta.
Allt þetta gerðist í tengslum við sjávarútveg á Höfn í Hornafriði þar sem Halldór var einn eiganda Skinneyjar, ásamt fjölskyldu sinni.
Nýtt Ísland byggir á því að tekið verði á þeirri spillingu sem hér hefur ríkt þar sem sérhagsmunir fárra hafa verið teknir fram yfir hagsmuni almennings.
Fiskveiðistjórnunarkerfinu verður að breyta og tryggja öllum sama aðgang að auðlindum landsins.
Fólkið í landinu á að njóta góðs af þeim arði sem auðlindirnar skapa.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Facebook
Athugasemdir
Ég er mjög ánægður með framtak Jóns Jóseps. Við Finnbogi Vikar höfum nú þegar sett okkur í samband við hann varðandi hugsanlegt samstarf. Nú þurfum við allir sem einn andstæðingar kerfisins að sameinast. Hvaðan sem við komum.
Þórður Már Jónsson, 15.9.2009 kl. 23:49
Samála því Þórður.
Nú þurfum við að láta hendur standa fram úr ermum. Nú er að duga eða drepast.
Hvað heldur þú t.d. að hafi tapast á því að hægt sé að geyma 33% á milli ára. Hvað mörg störf hafa tapast vegna þess svo ekki sé talað um tapaðar gjaldeyristekjur sem gætu numið mörgum milljörðum. Það má ætla að 1000 störf hafi tapast til sjós vegna þess að ekki voru veiddar útgefnar veiðiheimildir og annað eins í landi.
Baráttukveðjur.
Grétar Mar Jónsson, 16.9.2009 kl. 09:31
Já, minnstu ekki á þennan geymslurétt ógrátandi. Þetta er réttur kvótahafa til þess að frysta íslenska hagkerfið og hann nýta þeir sér sem aldrei fyrr, enda er "óvinsamleg" stjórn við völd. Stjórn sem reyndar virðist vera ónæm fyrir vandanum, því miður. Það hljómar kannski undarlega að menn vilji frekar geyma fiskinn í sjónum en að veiða hann, en það er engu að síður staðreynd að minna framboð af kvóta þýðir hærra leiguverð: http://thordurmar.blog.is/blog/thordurmar/entry/948980/ Kvótahafar græða, en þjóðin borgar brúsann. Þetta er hreint ógeðfellt. Mér er illa við að nota orðið samsæri og geri það afar sparlega, en hvaða annað orð er viðeigandi? Það er verið að rýja íslenska þjóð inn að skinni. Og við horfum bara á og getum ekkert gert.
Þórður Már Jónsson, 16.9.2009 kl. 11:04
Þessu verður að breyta. Vonandi er Jón að gera þetta í fullri alvöru en ekki til að þykjast vera að gera e-ð.
Þetta kerfi er auðvitað bara brandari. Sonur útgerðarmanns kemur þessum óskapnaði á. Stjórnunin á þessu er að miklu leiti sett undir Hafró sem síðan er að hluta til undir stjórn LÍÚ. Og svo er þetta dásamað sem besta fiskveiðistjórnarkerfi heims.
Nú keppast talsmenn óbreytt kerfis við að gera lítið úr færeyska kerfinu. Benda á að þar sé mikill hvati til offjárfestinga og veiðar óhagkvæmar. Það heitir semsagt offjárfesting að kaupa skip en á Íslandi kaupa menn bara kvóta og það heitir hagræðing, þrátt fyrir að skuldsetningin sé út úr kú. Hinn brandarinn þeirra er að þar séu veiðar óhagkvæmar. Láta það hljóma eins og að ef fiskur við færeyjar væri nú settur í kvóta þá yrði hókus pókus voða hagkvæmt að sækja hann.
Jón Gunnar.
L.i.ú., 17.9.2009 kl. 10:50
Grétar Mar
Baugur,hrossaræktarfélag, 17.9.2009 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.