Ylrækt

Ég hef áður bent á það í ræðu og riti að það þurfi að styðja við ylrækt hér á landi. Þetta er nauðsynlegt að gera til að skapa atvinnu, tekjur og spara gjaldeyri.

Garðyrkjubændur geta framleitt meira fyrir innanlandsmarkað. Einnig væri mögulegt að framleiða ákveðnar tegundir til útflutnings nú þegar gengi krónunnar er eins og raun ber vitni.

Það er vont til þess að vita að garðyrkjubændur þurfi að draga úr framleiðslu sinni eins og Bjarni Jónsson, framkvæmdarstjóri Sambands garðyrkjubænda bendir á í dag í frétt á Vísi, is. Hann segir að garðyrkjubændur hafi slökkt á lýsingu í gróðurhúsum í sparnaðarskyni. Þetta segir hann að hafi komið niður á framleiðslunni og þetta muni leiða til meiri innflutnings á grænmeti.  

Það er nauðsynlegt að líta á heildarmyndina þegar ákveðið er að setja á skatta. Ef orku-, umhverfis- og auðlindagjöld leiða til þess að meira þurfi að flytja inn af grænmeti er það ekki þjóðhagslega hagkvæmt.

Það þarf að styðja við framleiðslu garðyrkjubænda í stað þess að skattleggja þá þannig að þeir þurfi að dragi úr framleiðslunni.

Það þarf að horfa á heildarmynd skattlagningar sama á hvaða sviðum það er.

Skattlagning sem á að leiða til tekjuaukningar fyrir ríkissjóð en verður til þess að draga úr atvinnu og tekjum er ekki forsvaranleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

í árfeði sem þessu ættu stjórnvöld að vera snögg til og grípa gæsina með því að létta sem mest á þessum iðanði - innlend framleiðsla á öll borð

fullvinnsla sjávarfangs með íslensku vinnuafli ætti líka að vera eitt af forgangsverkefnunum

Jón Snæbjörnsson, 12.10.2009 kl. 10:09

2 identicon

Þetta er eitthvað sem stjórnvöld ættu að gera og það undir eins og er ég viss um að lækkun á raforkuverði til garðyrkjubænda myndi hafa mikil áhrif til góðs og skila meiri tekjum í ríkiskassann en þessi skattpíning sem garðyrkjubændur þurfa að þola. Jón talar um fullvinnslu á sjávarfangi með íslensku vinnuafli ég held að það sé erfitt því staðreyndin er sú að við höfum þurft að leita til margra góðra erlendra þjóða eins og póllands eftir fólki til að vinna við gjaldeyrisöflun okkar enda stefna allt of margir íslendingar á það að vinna ekki við gjaldeyrisöflun.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Tek heilshugar undir með þér. Garðyrkjubændur eiga að fá ódýrt rafmagn, niðurgreitt ef með þarf.

Bjarni Líndal Gestsson, 14.10.2009 kl. 11:54

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Tek undir þetta.Þetta er þeirra stóriðja.

Guðjón H Finnbogason, 14.10.2009 kl. 19:33

5 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk fyrir þetta drengir. Þetta er okkar stóriðja sem við eigum að styðja við því hún er atvinnusakapandi og sparar gjaldeyri og eykur tekjur.

Grétar Mar Jónsson, 14.10.2009 kl. 19:39

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Að sjálfsögðu er þetta okkar stóriðja, og ég held að allir hugsandi menn geri sér grein fyrir því að þetta gengur ekki upp, það er eins og í skattlagningu þessari sé ekkert hugsað annað en að fá einhverjar krónur í kassann ekki að það muni hrynja tuga ára vinna hjá bændum.

Íslenskt á borðið mitt, Já takk, hef nú oft talað um þau forréttindi að geta farið til bóndans og keypt sér, næstum allt sem maður þarf og ég tala nú ekki um bragðið, það er regin munur á nýtíndum tómötum eða þeim sem eru innfluttir.

Hingað til höfum við fengið tómata beint frá búi allt árið, en veit ekki hvernig það fer núna.

Það verður að styðja við bú og garðyrkju-iðnað í landinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.10.2009 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband