Um hvað var samið?

Það er nauðsynlegt að almenningur fái að vita um hvað var samið í tenglum við sjávarútvegsmál í því sem heitir stöðuleikasáttmáli milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisins.

Er verið að semja um það að þeir sem nú hafa aðgang að auðlindinni í hafinu fái hér eftir sem hingað til að fara með auðlindana að vild?

Það er erfitt fyrir almenning í landinu að trúa því að ASÍ leggi blessun sína yfir það að LÍÚ klíkan eigi að vera í óbreyttu umhverfi áfram þrátt fyrir að sjávarútvegskerfið með frjálsa framsalinu sem er grunnur að þeirri kreppu sem við erum nú í. Þetta hefur gerst með leigu, sölu eða veðsetningu veiðiheimilda.

Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn kenna sig við jöfnuð, jafnrétti og jafnræði virðast ætla að láta sérhagsmuna samtök kúga sig til að láta almannahagsmuni í skiptum fyrir eitthvað sem kallað er stöðuleikasáttmáli.

Stöðuleikasáttmáli má ekki ganga út á það eitt að auka byrgðar á almenningi á sama tíma að þeir sem hafa haft frían aðgang að auðlindum hafsins og lagt þær að veði fyrir þyrlum, hlutabréfum og öðrum leikföngum sem hafa ekkert með sjávarútveg að gera. Eiga þessir menn að fá til þess leyfi að halda áfram á þessari braut þegar búið er að afskrifa af þeim þær skuldir sem þeir hafa safnað í óskildum rekstri.

Nýtt Ísland verður og á að byggja á því að hagur almennings sé settur í forgang. Almenningur getur líka farið eins og þau fyrirtæki sem sífellt hóta því að fara úr landi ef tryggja á að þau fari að lögum eða að hagur þeirra sé ekki settur ofar hag almennings. Bankarnir hótuð að fara úr landi nema því að aðeins að þeir fengu að gera það sem þeir vildu. Það vita allir hvernig það fór. Hvert ætla núverandi útgerðarmenn að fara ef þeir fá ekki að umgangast auðlinda hér eftir sem hingað til. Ætla þeir að hætta að gera út og selja frá sér skipin, og hvað með það. Það kemur alltaf maður í manns stað.

Ætlar Samfylking og Vinstri Grænir að selja öll sín kosningaloforð fyrir sérhagsmuni fárra?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll

Ójá þessir stjórnmálamenn eru allir sem einn hugleysingar með tölu það er enginn sem þorir að taka ákvörðun um eitt né neitt,hvað merkir orðið ráðherra er það boðberi, hvað hefur þessi sjávarútvegsráðherra tekið ákvörðun um hann lætur alltaf aðra taka ákvörðun um hvað má veiða og hvað má ekki veiða.

Þórður Sig (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Er ekki bara vandamálið að Ísland er of lítið samfélag með alltof miklum tengslum við hagsmunaaðila til að geta tekið á þessari kúgun?

Sigurður Jón Hreinsson, 29.10.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: L.i.ú.

Sæll Grétar.

Það leikur mörgum forvitni á að vita um hvað var samið. Og ekki síður vill fólk vita hvaða kröfu ASÍ Gylfi hefur gert fyrir hönd alþýðunnar varðandi sjávarútveginn.

L.i.ú., 29.10.2009 kl. 17:01

4 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Gylfa virðist mest umhugað um að huga að hag fyrirtækjanna og það virðist skipta mestu máli. Ég hef undanfarna daga verið að leita eftir upplýsingum hjá forystumönnum hjá ASÍ og hef fengið loðin svör og það er tilefni þess að ég skrifaði þetta blogg.

Það getur vel verið að Ísland sé lítið samfélag en það á samt að verja hagsmuni almennings gegn hagsmunum t.d. LÍÚ klíkunnar og fótgönguliða.

Jón Bjarnason ætlar í næstu viku að leggja fram frumvarp um breytingar  í næstu viku og gefum honum því séns þangað til. Jón gæti orðið þjóðhetja ef hann tæki á kerfinu en hann lúffar fyrir LÍÚ klíkunni í einu og öllu verður hann minnst fyrir það að vera heigull.

Nú er tækifæri fyrir sanna Vinstri menn til að sanna að þeir láta sér annt um hagsmuni heildarinnar en ekki sérhagsmuni.

Grétar Mar Jónsson, 29.10.2009 kl. 18:50

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Grétar.

 Oft ég þau orð frá Jón Bjarnasyni ráðherra,sem og í kvöld.Er hann varð spurður um hvort á að beita fyrningarleiðinni,eins sáttmáli stjórnarflokkana,segir til um.

Svarið er:Ég tek ekki fram fyrir hendur nefndarinnar,sem ég skipaði að fara í gegnum kerfið.

Ef til vill á hann eftir að segja þessi orð næstu fjögur árin,eða er nokkur tímamörk,sem nefndin hefur til að skila áliti.Veist þú það.

Ingvi Rúnar Einarsson, 29.10.2009 kl. 20:09

6 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Sæll Ingvi. 

Nefndin átti að skila af sér 1, nóv. en það eru ekki líkur á því að það verði. Hún er búin að halda þrjá fundi. Nefndin hlýtur að þurfa að skila af sér ekki seinna en í janúar eða febrúar. Guðbjartur sem er formaður hefur ekki treyst sér til að funda vegna anna.

Stóra spurningin er síðan sú hvort nokkurn tímann verður hægt að ná fram samstöðu í þessari nefnd þar sem LÍÚ klíkan er innanborðs.

Grétar Mar Jónsson, 29.10.2009 kl. 20:40

7 identicon

Jón hefur ekki dug til að fara gegn kvótagreifamafíunni. Þessi mafía er búin að sölsa undir sig stæðstu fjölmiðla landsins, samtök atvinnurekenda og launafólks auk dómstóla landsins.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband