Samninganefnd um aðild að ESB.

Það er mitt mat að samninganefnd sú sem hefur verið kynnt til að stýra samningaviðræðum um ESB aðild sé illa skipuð.

Mitt mat er það að í nefndina hefði átt að skipa glerharða ESB sinna. Ég hefði viljað sjá Jón Baldvin Hannibalsson og Þorvald Gylfason í nefndinni.

Það er betra að hafa glerharða menn í nefndinni sem hafa trúa á aðild í stað þess að hafa menn sem hafa efasemdir um aðildina. Með því móti tel ég að við næðum betri samningum.

Það segir sig sjálft að þegar menn fara í samninga og hafa ekki sjálfir trú á þeim þá leggja þeir sig ekki 100% fram í samningaferlinu.

Við höfum dæmi um arfavitlausan samning um hagsmuni landsins sem var samningur um IceSave í vor sem varð til vegna þess að Svavar Gestson nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir hausnum á sér.

Menn verða að hafa vilja til samninga til að fá bestu útkomuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú vilt þá áfram beita sömu tækni og var notuð við samningana við Icesave síðasta vor Grétar? menn sem bara samþykktu alla samninga og tillögur viðsemjenda, jafnvel ólesið?

Nóg hefur nú þessi krataflokkur gert af sér á þessum mánuðum sem hann hefur leitt þessa ríkisstjórn, þó ekki hefði bæst við kverúlantar á borð við Þorvald Gylfa og Jón Baldvin líka. Nóg var nú fyrir af jólasveinum úr liði krata.

Samfylking átti stóran þátt í hruninu, enda sat flokkurinn sá í ríkisstjorn í eitt og hálft ár áður en allt hrundi. Hafði meira segja flesta þræði í sínum höndum með viðskipta og utanríkisráðuneytið á sinni könnu, og meira segja forsetaembættið líka. Ekki lengur hægt að undanskilja það, enda var forsetinn mesta gagghæna útrásarinnar. Það sem síðan gerðist eftir hrunið er sér kapítuli út af fyrir sig. Fólk hefur horft upp á jafnvel ENN MEIRI SPILLINGU eftir hrun en fyrir. Enn í boði samfylkingar. Hvað er að gerast í skilanefndunum? Það veit enginn. Hverjir eru að fá niðurfellingar á sínum skuldum, og fyrirtækin aftur á silfurfati svo hægt sé að hefja hrunadansinn aftur. það veit víst enginn. Eitt vita menn þó, að þessir aðilar sem eru að fá mest gefið eftir af skuldum og geta byrjað aftur með hreint borð eru þeir aðilar sem mest hafa stutt við bakið á samfylkingu.

Vextir, verðbólga, atvinnuleysi er allt í jafn slæmu ástandi og það var um síðustu áramót, þrátt fyrir fögur fyrirheit, fyrst var það ný stjórn sem átti að redda málum. Síðan davíð úr seðlabanka. Þá  var það uppgjöf í Icesave sem öllu átti að bjarta. Svo kom ESB aðildarviðræður. Lægri vextir í dag þýddu gengisfellingu upp á 1%, sem þýðir svo hærri verðbólgu = versnandi lífskjör.

Ekki bera Þorvald Gylfason á borð fyrir lesendur Grétar Mar. Hann var í kasti út í davíð oddsson yfir að hafa ekki styrkt gjaldeyrisvaraforðann meira, bara svo bankabófarnir gætu tapað enn meiri peningum með seðlabankann sem ábyrgðarmann. Sem betur fer var ekki hlustað á þann jólasvein, ekki frekar en vanalega liggur mér við að segja, því Þorvaldur hefur álíka mikið gildi og núll, sem er ekki neitt.

Jón Baldvin var skeleggur á sínum tíma. Honum var hafnað með öllu í prófkjöri fyrir síðustu kosningar af sínum eigin flokksmönnum, hvernig dettur þér þá í hug að hann geti komið fram í mikilvægri samninganefnd fyrir alla þjóðina úr því hans eigin flokksmenn vilja ekki einu sinni sjá hann?

Það þarf aðeins að hugsa Grétar Mar áður en menn láta svona lagað frá sér eins og þú ert að leggja til.

joi (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er ekki að skilja. Grétar ert ESB sinni. Uff segi ekki meir. 

Valdimar Samúelsson, 5.11.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú ert hér að tala fyrir einræði Grétar Mar, það er afar sérstakt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.11.2009 kl. 23:43

4 identicon

Af hverju heldur fólk að það sé eitthvað til að semja um við inngöngu í ESB? Annað hvort samþykkir Ísland Lissabon samninginn eða ekki. Það er kannski hægt að betla einhverjar tímabundnar undanþágur en meira verður það ekki.

Gulli (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 08:41

5 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Við þurfum að ná sem hagstæðustu samningum við ESB. Ég tel að menn sem eru trúir ESB sinnar séu til þess fallnir að ná fram betri samningum en þeir sem eru aðild mótfallnir. Ég treysti Þorvaldi Gylfasyni og Jóni Baldvini betur til þess að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi í þessum samningum en Þorsteini Pálssyni sem hefur í gegnum tíðina varið sérhagsmuni sægreifanna gegn hagsmunum almennings.

Ég hef alltaf sagt að við eigum að fara í aðildarumræður við ESB og síðan tekur þjóðin ákvörðun um inngöngu á grundvelli þeirra.

Ég get nú ekki fallist á það Guðrún María að ég sé að skrifa fyrir einræði.  Ég er aðeins að skrifa um það sem ég tel að komi þjóð minni best.

Grétar Mar Jónsson, 6.11.2009 kl. 10:04

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Viltu menn í samninganefnd sem sjálfir væru til í að ganga í Evrópusambandið án nokkurra sérlausna? Ekki að það skipti neinu máli enda einhverjar sérlausnir í einhverju sem máli skiptir ekki í boði.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 10:30

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Annað Grétar, telur þú að það sé íslenzku þjóðinni fyrir beztu að þeir sem stjórni landinu séu ekki kosnir af henni heldur einhverjum allt öðrum ef þeir eru þá kosnir af einhverjum? Af því að ef við göngum í Evrópusambandið verður það raunin!

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 10:32

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og að lokum Grétar, lestu Lissabon-sáttmálann þar sem, fyrir utan allt annað, yfirráð Evrópusambandsins yfir sjávarútvegi og sjávarauðlindum innan þess eru niður negld.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 10:34

9 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég sé ekki betur,að tilkomu Lissabon-sáttmálinn,er ekki um neitt að semja.EBE er orðið sambandsríki,sem hefur ein lög fyrir alla.

Allar samningagerðir,eru stutt aðlögun.Öll okkar samningsdrög sem verða lögð fram,þannig að viðsemjendur okkar verða með krosslagðar fingur fyrir aftan bak á meðan við skrifum undir.

Ég tel að það okkur nóg að fá Lissabon-sáttmálann upp í hendurnar,og eftir honum,verðum við að taka ákvörðun.

Að reyna gera samning er bara bóla,sem við getum sprengt strax.Ég tel að við getum gleymt því,að senda út samninganefnd,hvernig sem hún skipuð.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.11.2009 kl. 12:00

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég fæ gæsahúð af hryllingi. Þingmenn hafa ekki tíma að lesa né spekúlera hvað þeir gera. Lissabon sáttmálin er bara ekki það sem þeir spá í því baráttan snýst um að flokkur þeirra vinni málefni sem aðrir eru á móti.

Valdimar Samúelsson, 6.11.2009 kl. 16:11

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Grétar. Ég er algerlega ósammála þessari grein þinni frá a-ö. Það er alveg vitað að sumt fólk er með þvílíka glýju í augum yfir aðild að ESB að þeir þurfa ekkert að semja um neitt. Jón Baldvin hefur ekki leynt áhuga sínum á að tilheyra þessum söfnuði og varla fer hann að kreista neitt út úr þeim sem aðrir myndu ekki setja sem skilyrði.

"Við þurfum að ná sem hagstæðustu samningum við ESB."

Til hvers þurfum við að semja við ESB?

"Þorsteini Pálssyni sem hefur í gegnum tíðina varið sérhagsmuni sægreifanna gegn hagsmunum almennings"

Að þessu sinni fara hagsmunir sægreifa og þjóðarinnar saman Grétar. Óþarfi að vera svo heitur í trúnni að menn persónugeri hlutina og ,bæ ðu vei, er ekki umræddur Þorsteinn frekar hlynntur aðild. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.11.2009 kl. 16:53

12 identicon

Betri samningum? Betri samningum en hverjir og um hvað? Kæri vin, skil ekki þennan pistil. Tek undir með Ingva Rúnari, það er ekkert um að semja. Það liggur fyrir hvað við fáum EKKI. Af hverju ættu t.d. bretar að sætta sig við það að við fáum að stjórna okkar fiskimiðum fyrir utan 12 mílur en þeir ekki? Kv. Helgi

Helgi (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 23:09

13 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Ég ekki að leggja til að við göngum í ESB, ákvörðun um það verður tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu og ég treysti þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu eða ekki.

Það sem ég er að benda á að það er nauðsynlegt fyrir land og þjóð að hafa í samninganefndinni menn sem huga að hagsmunum þjóðarinnar í þessu ferli. Þeir þurfa að vera áhugasamir um að ganga í ESB því ég tel að þeir séu betur til þess fallnir að gera góða samninga en hinir sem gera þetta með hangandi hendi og vinna jafnvel geng hagsmunum almennings.

Ég mun ekki samþykkja aðild nema það sé alveg ljóst að við fáum algjör yfirráð yfir fiskimiðunum og landbúnaði hér á landi.

Ef samningurinn bætir lífskjör þegna þessa lands kem ég til með að samþykkja hann annars ekki.

Það er komin tími til að komast út úr þessari ESB umræðu með þeim hætti að almenningur í landinu fái að kjósa um aðild eða ekki og því er betra að kjósa um samning sem gerður er að heilum hug að mönnum sem eru andvígir aðilda eða já mönnum núverandi ríkisstjórnar heldur menn með skilning og þekkingu á regluverki sambandsins og ekki síst menn sem bera hagsmuni almennings fyrir brjósti.

Jón Balvin er einn að þeim og  ég tel að Þorvaldur Gylfason sem einn af þeim mönnum og kannski einn af fáum sem ekki láta segja sér fyrir verkum né kemur til með að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni.

Grétar Mar Jónsson, 7.11.2009 kl. 09:50

14 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Grétar. Þú vilt sem sagt að það séu réttir menn í þessu sem geti sannfært þjóðina um að kjósa sig inn í ESB ef ég skil þig rétt. Samt ertu ekki að segja að þú viljir inn í ESB !!! Er það víst að þjóðin fái að kjósa og að það verði gildandi niðurstaða ekki bara til umsagnar fyrir stjórnvöld? Mig minnir að það hafi verið rætt um það. Hvað um það þá treysti ég ekki þjóðinni eins vel og þú til að kjósa rétt Allt of margir taka skammtímahagsmuni fram yfir heildarhagsmuni þjóðarinnar. Allt of margir vilja bara láta "hanna" einhverjar gildar ástæður fyrir sig til að afsakað ákvörðun sína um inngöngu. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.11.2009 kl. 00:52

15 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Það er slæmt Kolla að þú treystir þér ekki til að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu eða ekki, í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það sem segir í texta þessa bloggs og í svörum er að ég tel að menn sem hafa trú á ESB inngöngu séu betur til þess fallnir að gera samninga en þeir sem ekki hafa trú á inngöngu.  Það er búið að taka ákvörðun um að ganga til þessara samninga og því er ástæðulaust að berja höfðinu við vegginn og segja endalaust nei. Menn eru sestir við samningaborð og helbrigð skynsemi segir að menn sem hafa trú á aðild eru betri samningamenn í þessu tilfelli en hinir.

Ég er einnig að segja eins og þú hefur væntanlegar lesið í síðasta svari að ég áskil mér rétt til að taka ákvörðun um að setja já eða nei þegar kostið verður um aðild af þegnum þessa lands. Það eru þeir sem endanlega taka ákvörðunina á grundvelli þeirra samninga sem nú er verið að vinna að.

Grétar Mar Jónsson, 8.11.2009 kl. 17:07

16 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Ég er sammála þér Grétar, Jón Baldvin Hannibalsson og Þorvaldur Gylfason ættu að vera í nefndinni. Það er nauðsynlegt að ná sem bestum samningum fyrst sótt var um aðild. Málið snýst um að þjóðin fái að sjá ýtrustu möguleika á aðild, svo hún geti tekið ákvörðun ef, eða þegar kosið verður.

Bjarni Líndal Gestsson, 8.11.2009 kl. 19:54

17 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll aftur Grétar og þú getur sleppt útúrsnúningi við mig. Ég hef tekið ákvörðun og þarf ekki að senda fjölda manns til Brussel til að reyna við eitthvað sem vitað er að er ekki fyrir hendi. Heldur þú virkilega að við fáum undanþágur frá stefnu ESB um sjávarútvegsmál og landbúnað?. Heldurðu að við stórrík þjóðin fáum styrki? Hvað heldurðu að sé í pakkanum. Að berja hausnum við steininn getur svo sem átt við mig í þessu tilfelli enda er ég yfirleitt staðföst eftir að ég hef tekið ákvörðun en treysti ekki þeim sem eru að sveiflast frá degi til dags. Hverjir hafa sótt um aðild? og til hvers? Er ekki enn yfirlýst stefna VG að þeir séu á móti aðild sem þeir eru þó að sækja um sem helmingur ríkisstjórnar. Spurningin er hvort Samfylkingin getur barið þjóðina svo niður að menn taki stundarhungur fram yfir langtímafrelsi. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.11.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband