Sjómannaafsláttur

Sjómannaafsláttur var á sýnum tíma settur á vegna þess að útgerðarmenn töldu sig ekki geta hækkað laun sjómanna til samræmis við launhækkanir sem aðrir launþegar í landinu voru að fá. Þetta gerðist á milli 1960-1970. Ríkið kom þá til móts við útgerðirnar með því að setja á sjómannaafslátt. Þannig að hann var í raun ríkistyrkur til útgerðanna á þeim tíma þegar hann var settur á og er enn.

Nú hefur enn og aftur komið upp sú umræða að afnema beri sjómannaafslátt.

Ég vil að við sjómenn afsölum okkur sjómannaafslætti gegn því að allur fiskur verði seldur í gegnum fiskmarkað.

Kostirnir við það yrðu að laun sjómanna myndu hækka, útsvartekjur og hafnargjöld til sveitarfélaga hækka og tekjuskattur myndi hækka. Þetta myndi leiða til betri afkomu fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkið. Einnig myndu fiskvinnslur án útgerðar njóta góðs af þessum breytingum þar sem aðgangur þeirra að hráefni myndi batna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Grétar.

Gott innlegg í viðræðurnar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.11.2009 kl. 15:33

2 identicon

Sæll Grétar.

Mér finnst óeðlilegt að blanda saman sölu á afla og skattamálum eins og þú gerir hér.  Það er ekkert samhengi þarna á milli.  Sjómannaafslátturinn er barn síns tíma, rökstuddur m.a. með löngum útiverum (t.d. á Nýfundlandsmiðum) og mikilli fjarveru frá fjölskyldu.  Þetta er breytt í dag.  Meiri frí og styttri túrar.  Það er óeðlilegt að ein stétt manna njóti afsláttar af sköttum og því ætti að afnema þetta hið fyrsta, bótalaust af hálfu ríkisins (þjóðarinnar).  Ég legg til að afslátturinn verði afnuminn í áföngum, t.d. 2% á ári.  Um launakjör ykkar sjómanna og ráðstöfun afla skulið þið ræða við útgerðarmenn.  Ég minni á að það þótti óhæfa að forseti Íslands borgaði ekki skatta eins og aðrir þegnar.  Því þá ekki sjómenn?

Kjartan Heiðberg (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Kjartan hvernig væri að lesa bloggið en ekki bara fyrirsögnina áður en þú kemur met athugasemd.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk Ingvi þetta er umræða sem þarf að fara fram.

Og Þorvaldur þú segir það sem ég ætlaði að segja við Kjartan, takk fyrir það.

Grétar Mar Jónsson, 21.11.2009 kl. 17:52

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég skil ekki ,athugasemd Gunnars.Það er ekki Grétar,sem minnist á Nýfundnaland.Það annað að tíma ekki,eða telja sig ekki fært að greiða meira. Eitt var það,að á þeim árum,þegar sjómannaafslátturinn var settur á,var að hér voru Færeyingar við störf,og fengu laun greidd í erlendum gjaldeyri.Þetta var á þeim tíma,að skömmtun var á gjaldeyri til Íslendinga,og gátu Færeyingar jafnvel selt Íslendingum,gjaldeyri og verið þannig á hærri launum,en aðrir sjómenn.

Tillaga Grétars er vel til komin,ekki síst í ljósi þess,að fjármálaráðherra hefur íað að því,að sjómannaafslátturinn verði skoðaður.Ástandið nú á landinu,kallar á ýmsar fórnir,þá er það spurning um það hvort að sjómenn geti sætt sig það,sem Grétar leggur til,eða ekki neitt.

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.11.2009 kl. 19:35

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

"Ég vil að við sjómenn afsölum okkur sjómannaafslætti gegn því að allur fiskur verði seldur í gegnum fiskmarkað."

Afnámið yrði að vera skilyrt og því væri þetta eina rétláta lendingin.

kveðja

Andrés Kristjánsson, 21.11.2009 kl. 23:48

7 identicon

Við Kjartan vil ég segja.. hefur þú starfað við sjómennsku ??

Styttri túrar segir þú, væntanlega hefurðu heyrt minnst á frystitogara, þeir eru nokkuð algengir hér á landi. Útiveran er yfirleitt 30 dagar+.

Hvað gerðist þegar forsetinn fór að borga skatta ? Jú launin voru hækkuð svo bessastaðabúinn fann ekki fyrir breytingunni, kjánaleg samlíking hjá þér !!

Svo að lokum, þeir sem grenja í sömu tóntegund og tregafærslan þín flokkast undir, ættu að hunskast út á sjó, helst á frystitogara í febrúar, prófa fagið, fara að vinna og hætta að þvælast með fartölvuna á kaffihúsin þegar þið náið í atvinnuleysisbæturnar!!!

Ég vona að ég virki ekki of dónalegur, ég veit ekkert um þig, en ég er bara orðinn þreyttur á vælinu yfir útgerðaafslættinum...

runar (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 11:57

8 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Gunnar ég bið afsökunnar,að hafa ritað þitt nafn í stað Kjartans.En tel víst að þið lesendur góðir hafi áttað sig á mistökum mínum

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.11.2009 kl. 12:15

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ert þú ekki útgerðarmaður, það kom ekki annað fram í fréttum Stöðvar 2 um daginn.Og kom ekki sjómannaafslátturinn  á 1954 af því flotinn var að stöðvast.Og er það ekki í samningum að útgerðin skuli tryggja sjómönnum hæst verð fyrir aflann.Og á það ekki að vera samningsmál útgerðar óg sjómannasamtakanna hvernig staðið skuli að sölu aflans þar sem um kjaramál sjómanna er að ræða vegna hlutaskiptakerfisins.Og er ekki best að samtök sjómanna sjái um þessi mál frekar en alþingismenn eða útgerðarmenn eins og til að mynda þú Grétar.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 14:02

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En að sjálfsögðu hljóta allir að hafa tillögurétt um sjómannaafsláttinn, jafnt útgerðarmenn eins og þú Grétar sem aðrir.En fiskverð er í dag tengt markaðsverði.Og er einhver fiskvinnsla í dag á Vestfjörðum sem kaupir eingöngu fisk á markaði, myndu fiskvinnslur þar lifa það af ef sett væri í lög að allur fiskur yrði seldur á markaði.En það á í mínum huga að vara skýrt að sjómannasamtökin eiga að sjá um kjaramál sjómanna ekki stjórnvöld.Og útgerðarmenn eins og þú Grétar geta selt afla sinn á markaði ef þeim sýnist svo, til hagsbóta fyrir sína áhöfn.

Sigurgeir Jónsson, 22.11.2009 kl. 14:15

11 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sigurgeir.Ég er ánægður með það að þú vitnaðir inn í samninga.Útgerðin skal tryggja sjómönnum,hæsta verð fyrir aflann.Þetta áhvæði hefur ekki verið virt hjá útgerðarmönnum,nema að litlu leyti.

 Ég vil nema tvö dæmi,sem eru talsverð fleiri.

 Útgerðarmaður hefur keypt afla skip sins,og sett hann síðan í gáma,og sendt hann út og selt hann fyrir hærra verð á mörkuðum erlendis.

 Útgerðarmaður hefur keypt afla af sínu skipi og keyrt hann upp í hús.Daginn eftir hefur hann farið á innlendan markað,þá ekki á nafni skipsins,heldur frystihús.

þetta er aðeins dæmi,þó við förum ekki út í það,þegar sjómenn taka þátt í kvótakaupum o.s.fr.

Ingvi Rúnar Einarsson, 23.11.2009 kl. 00:16

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ingvi, ef framsal innan ársins yrði afnumið myndi þáttaka sjómanna í kvótakaupum hverfa.Sennilega þyrfti samt alltaf að vera eitthvert svigrúm.En 50% framsal er rugl.

Sigurgeir Jónsson, 23.11.2009 kl. 13:06

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Grétar Mar.

Það sem þú segir í fyrsta hluta færslunnar er ekki alveg rétt. Sjómannaafslátt má rekja aftur til ársins 1954 þegar settur var á hlífðarfatafrádráttur og fæðisfrádráttur. (Lög nr. 41/1954 og 46/1954.)

Frádráttur náði þá aðeins til fiskimanna en ekki sjómanna á farskipum. Þetta með að "hækka laun sjómanna" var í þeim pólitíska tilgangi að fá fleiri Íslendinga í áhafnir skipa, frekar en að spara útgerðinni launakostnað. Það var árið 1957.

 ... og lýkur hér sögulegum fróðleik.

Haraldur Hansson, 23.11.2009 kl. 19:15

14 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Haraldur,ég þakka þér fyrir þann fróðleik.Ég hélt að þetta hafi verið svona.En sagan er ekki öll sögð.Fæðisfrádráttur var tvískiptur.Hærri fæðisfrádráttur fyrir útileguskip,en dagróðrabáta,en því var síðar breytt.-Farmenn komu inn í dæmið síðar.Það væri reyndar ágætt,að fá alla söguna.

Hitt er annað mál,að langar úitverur,saltfiskveiðar,Nýfundalands-túrar,síldarúthald frá júní fram í des.Norðursjávarsíldveiðin,höfðu ekkert með sjómannafrádráttinn að gera.

Ingvi Rúnar Einarsson, 23.11.2009 kl. 20:59

15 Smámynd: Haraldur Hansson

Ingvi Rúnar: Fæðisfrádráttur var eingöngu fyrir sjómenn á fiskiskipum sem þurftu að sjá sér fyrir fæði sjálfir. Hann var til alveg til ársins 1987, samhliða öðrum frádráttum. Þeir voru fjórir til samtímis þegar mest var.

Fiskimannafrádráttur var viðbót fyrir sjómenn á fiskiskipum eftir að fyrri frádrættir höfðu verið sameinaðir og náðu til farmanna líka. Ég á alla söguna og set hana inn á bloggsíðu mína þegar færi gefst, einhvern næstu daga.

Haraldur Hansson, 24.11.2009 kl. 09:08

16 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk strákar þetta er fróðlegt að fara yfir það hvenær og hvers vegna sjómannaafsláttur var settur á.

 Ég veit að hann var settur á til að hjálpa útgerðarmönnum.

Þegar þarf að skattleggja og í ljósi þess að sjómenn hafa legið undir ámæli fyrir að fá sérstakan afslátt á skatti þá tel ég rétt að við sjómenn látum sjómannaafsláttinn af hendi gegn því að fá það í landslög að allur fiskur fari í gegnum fiskmarkað. Sjómenn, sveitarfélög og ríkið myndu njóta góðs af.  

Grétar Mar Jónsson, 24.11.2009 kl. 22:56

17 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur.

Stundum veit maður ekki allt sem maður veit! Ég tók saman "þróunarsögu" afsláttarins frá 1954 og birti hana hér. Í upphafi var hann ekki til að hjálpa útgerðinni, hvaða skilning sem menn svo kunnu að leggja í hann síðar.

Þegar frádráttur kom inn í kjarasamninga 1957 var það til að fjölga Íslendingum í áhöfnum. Má líkja því við þá pólitísku ákvörðun að gera "tekjur eiginkonu" undanþegnar skatti á sínum tíma. Það var til að auka þátttöku kvenna á vinnumarkaði.

Ef hægt er að bæta kjör sjómanna án afsláttarins, er það hið besta mál. Ég tek ekki afstöðu til þess, held mig við sögu frádrátta og afslátta til handa mönnum sem vinna á sjó.

Haraldur Hansson, 24.11.2009 kl. 23:46

18 Smámynd: Árni R

Það er náttúrlega frekar mikil skekkja að beitningarmenn í landi geti fengið þennan afslátt sem dæmi. En við sem erum á sjó hátt í 200 daga á ári eigum fullan rétt á þessu. Við erum ekki að nýta það fé sem við erum að borga til ríkisins. Það er ekkert flóknara en það. Það ætti á líta á þetta frekar sem dagpeninga en einhvern aflsátt. Það eru svo mörg "kjör" í þessum samningum okkar sjómanna sem eru langt því frá að vera viðunandi miðaða við aðrar starfstéttir. Vinnufatapeningar rétt duga fyrir vettlingum á frystitogar, þá á eftir að borga vinnuflotgalla, sennilega svona 6 sjóbuxur á ári, 2 pör af stígvélum og svo margt annað. Start pakki á ofangreindan fatnað í dag er ca 150-200.000 kr. Ekki talaði skrifstofuvinnandi fólk mikið um laun sjómanna hvað þá þennan blessaða afslátt á árunum 2004-2008 þegar krónan var sterk. 2007 þegar krónan var sem veikust þá voru iðnaðarmenn með svipuð laun og frystitogarasjómaður og hreinlega litu okkur hornauga fyrir það eitt að vera sjómenn. En í dag grenja þeir af öfund. Björn Valur (VG) ætti að skammast sín fyrir það að koma með þessa skoðun á sjómannaafsláttin ,  maðurinn er rétt stiginn í land inná þing. Ekki mótmælti hann honum á meðan að hann var skipstjóri eða hvað???

Árni R, 25.11.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband