Dómsstólar landsins

Árni Páll félagsmálaráðherra sagði á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna í síðustu viku að fólk sem teldi að þau gjaldeyrislán sem það fékk í bönkum landsins brytu í bága við lög gæti farið með mál sín gegn bönkunum fyrir dómstóla. Þeir væru til þess fallnir að skera úr um, á hlutlausan hátt um það, hvort þessi lán stæðust íslensk lög eða ekki.

Fólkið í salnum baulaði á ráðherrann og það heyrðist spyrja hvort hann tryði því virkilega að íslenskir dómstólar dæmdu á óvilhallan hátt. Svona málsókn væri fyrirfram dæmd til að mistakast.

Það er mikill misskilningur félagsmálaráðherra að almenningur í landinu geti leitað réttar síns hjá dómsstólum landsins. Almenningur veit þetta og hefur í gegnum tíðina orðið vitni af því að aðrir hagsmunir en almannahagsmunir hafa verið hafðir að leiðarljósi í dómsmálum.

Til að efla tiltrú almennings í landinu á dómstólum þarf að skipta þar út öllum þeim sem hafa undanfarin ár fengið stöður sína í gegnum pólitískan klíkuskap.

Dómar sem hafa verið með þeim hætti að minnka tiltrú almennings á dómskerfinu eru margir en nokkur dæmi um það eru eftirfarandi.

Málið sem Vilhjálmur Bjarnason fór í gegn Glitni er eitt af þessum málum og er það nýjasta dæmið og einnig er hægt að nefna Valdimarsdóminn og Vatnseyrardóminn.

Til að hægt verði að byggja upp Nýtt Ísland þarf að skipa nýja dómara á faglegum forsendum en ekki með pólitískum klíkuskap. Aðeins þannig er hægt að efla tiltrú almennings á dómskerfi landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

Rétt hjá þér Grétar minn, þessir dómarar eru gjörspilltir. Það vantar, eins og ég nefni á öðrum stað að fara fram: hundarheinsun innann bankana, embættismannakerfið, alþingi og dómstóla.

Vestarr Lúðvíksson, 8.11.2009 kl. 17:55

2 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Rétt hjá þér Vestarr og hundahreinsunin þarf að fara fram fyrr en seinna.

Grétar Mar Jónsson, 8.11.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Það er óskiljanlegt hvað þessi maður er að gera í ráðherrastól, ef almenningur verður að leita til dómstóla til að fá leiðréttingu á sínum málum. Það er margt furðulegt sem kemur frá þessum háttvirta ráðherra.

Sturla Snorrason, 8.11.2009 kl. 18:39

4 identicon

Sjá það ekki allir hvað Árni Páll og ríkisstjórnin eru að gera lækka greiðslubirgðina af lánum og setja birgðarnar aftur fyrir svo sé hægt að skattleggja skrílinn meira og ef allt skánar þá skal borga meira af lánum  þannig að næstu áratugina skulum við hafa það skítt, nei burt með þessa bjána.

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 19:10

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Það væri gaman að vita hvernig dómkerfið verður hér við inngöngu í EBE.

 Kannske verður það á svohjóðandi hátt.

 Stig 1.Héraðsdómstólar.Ef þú átt einhverjar krónur,og þér líkar ekki við úrskurðinn,getur þú vísað honum til næsta stig.

Stig 2.Hæstiréttur.Ef þú átt ennþá meiri peninga,og þér líkar ekki ennþá við úrskurðinn,getur þú vísað honum til næsta stig.

Stig 3.Evrópudómstólinn.Ef þér líkar ekki við úrskurðinn.Þá er ekkert hægt að gera,af því að þú átt enga peninga,eða þú ert orðinn svo gamall,af því málið var svo lengi að fara í gegnum kerfið,að úrskurðurinn skiptir þig engu máli.

Verðum við ekki að efla lögfræðistéttina.Mér sýnist að þar verði mesti uppgangur í framtíðinni.

Ingvi Rúnar Einarsson, 9.11.2009 kl. 01:52

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Það sem vantaði - til viðbótar í frumvarp félagsmálaráðherrans - var ákvæði um gerðardóma við hverja lánastofnun:

  • E - 3.ja  manna gerðardóm fyrir einstaklinga og  heimili
  • F - 3.ja  manna gerðardóm fyrir fyrirtæki

Allir myndu svo sækja um niðurfellingar/skuldbreytingar á rafræðnu í sinn viðskiptabanka, -  starfsfólk bankans tæki við umsóknum og afhenti gerðardóm sem flýtti afgreiðslu svo sem kostur væri - niðurfelling/skuldbreyting - þannig að  undirmálslán væru afskrifuð.

Afgreiðsla gerðardómsins færu svo  í skuldabréfadeild  bankans sem gæfi út nýtt skuldabréf - þar væri það undirritað og færi í þinglýsingu - ókeypis.

Þetta vantaði í frumvarpið að mínu mati....ef ekki er tekið á afskriftarmálum - þá veit enginn til hvers er  verið að skrifa undir einhverja "aðalögun" hvað... lengja í snörunni og svo "sjá til".... auðvitað er það engin launs.

Kristinn Pétursson, 9.11.2009 kl. 05:42

7 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég held að Árni Páll viti ekki alltaf hvað hann er að segja, eða að reyna að segja.

Birgir Viðar Halldórsson, 9.11.2009 kl. 11:53

8 identicon

Heill og sæll; Grétar - sem og, þið aðrir, hér á síðu !

Eins; og nú er málum komið, er það sprengjuregn - sem byssustingir, sem íslenzkir stjórnmálamenn, og dómarar; vel að merkja, skilja.

Óöldin; á eftir að stigmagnast, að óbreyttu, piltar.

Enda; er jarðvegurinn orðinn frjór - fyrir tilstilli Reykjavíkur óstjórnarinnar, og fyrirennara hennar.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 12:24

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ef háttvirtur fyrrum þingmaður telur dómstóla landsins ófæra um að dæma í málum umbjóðenda sinna einsog þeir eru skipaðir til að gera og telur að einhverjir aðrir eigi að dæma um þetta hverjir eiga að hans mati að gera það. Ráðherra eiga ALDREI að dæma í málum sem snerta einstaklinga og fyrirtæki þeirra til dæmis svo það verði nú ekki farið frekar út í þá sálma. Mér finnst Árni Páll hafi svarað bara einsog hann gat svarað þessu. Ef þú lumar á einhverjum öðrum dómstóli en dómstóli götunnar þá komdu með það.

Gísli Ingvarsson, 9.11.2009 kl. 14:16

10 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Ég er búinn að lesa athugasemd þína tvisvar Gísli og ég skil ekki enn hvað þú ert að fara.

En þetta er rétt hjá þér Grétar, fólk hefur því miður ekki nægjanlega mikla trú á dómstólum landsins og það er ekki að ástæðulausu eins og þú segir.

Þórður Már Jónsson, 11.11.2009 kl. 00:05

11 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Takk fyrir þetta Þórður en þetta var akkúrat það sem þessi færsla er um. Fólkið í landinu hefur ekki trúa á dómstólum landsins og því verður að breyta. Árni Páll taldi að dómstólarnir væru hæfir til þess að dæma í þessu máli á hlutlausan hátt en fólkið í salnum var honum ekki sammála.

Ég mun ekki tala fyrir byltingu heldur baráttu fyrir réttlátu stjórnkerfi og þar með talið réttlátu dómskerfi.

Grétar Mar Jónsson, 11.11.2009 kl. 09:22

12 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta er dæmigerð bloggumræða. Slá fram að það þurfi að að berjast fyrir réttlátu stjórnkerfi og þar með réttlátu dómskerfi. Nefnið einn mann á plánetunni jörð sem hefur frjálst uppeldi og menntun sem getur ekki sagt þetta sama uppúr svefni. Þið talið ekki um neitt. Dæmi: við höfum dómskerfi og stjórnkerfi. Hvort tveggja er sífellt í mótun en það eru manneskjur sem vinna í því og það eru þær sem á endanum segja hvað sem er rétt og rangt og það er alltaf við manneskjur að eiga. Ekki kenna dómstólinum það sem dómstóllinn kveður upp úr. Ekki kenna lýðrðinu um þó ráðherra geri óvinsælar ráðstafanir. Ráðherrar eiga ekki að dæma og dómarar eiga ekki að framkvæma. Þetta er ein af grunnstoðum réttaríkisins. Ég er því enn á því að gagnrýni fundarmanna á orð ráðherrans hafi verið heimska og þeim til skammar. Þeir vissu kannski ekki betur en þá förum við ekki að biðja slíkan fund um ráð heldur.

Gísli Ingvarsson, 11.11.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband