Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Kvótauppboðskerfi

Bloggvinur minn Finnur Hrafn Jónsson er með heimsíðuna:  Kvótauppboðskerfi fyrir íslenskan sjávarútveg.

Þar setur hann fram mjög svo áhugaverða hugmynd að kvótauppboðskerfi fyrir fisk.


Gott mál

Þetta eru góðar fréttir og það er von mín að hópurinn vinni hratt og vel.

Það er þjóðhagsleg nauðsyn að núverandi fiskveiðikerfi verði breytt.

Það hefur sýnt sig og verið færð rök fyrir því að þjóðarbúið er að tapa miklum tekjum vegna ýmissa galla á kerfinu eins og það er nú.

Bara að afnema geymslurétt strax, væri til mikilla bóta.

 


mbl.is Ráðgjafahópur um endurskoðun stjórnkerfis fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin

Þessi frétt er á DV.is í dag:Þingmaður græddi 18 milljónir á kvótabraski

Einnig vil ég benda ykkur á bloggsíðu Þórðar Más Jónssonar þar sem fjallað er um sama mál. Þórður fjallar þar um mál Ásbjarnar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórður heldur því fram að hann sé vanhæfur til að fjalla um kvótakerfið á Alþingi á hlutlausan hátt þar sem hann sé hagsmunaaðili.

 


Þjóðartkvæðagreiðsla

Það er leitt til þess að vita að þjóðinni hafi verið sýnd það mikil harka í Icesave samnings ferlinu að ekki hafi verið hægt annað en að koma heim með samning sem felur í sér afarkosti fyrir þjóðina.

Það er til önnur leið til að sýna Bretum og Hollendingum fram á það að við erum stolt þjóð sem sættum okkur ekki við að þannig sé komið fram við okkur.

Það er nú í gagni undirskriftasöfnun á kjosa.is þar sem er áskorun til forseta landsins um að hann skrifi ekki undir lög sem staðfesta Icesave samninginn, ef svo vildi til að Alþingi samþykkti hann.

Látum ekki binda okkur í skuldaklafa til framtíðar. Skuld er skuld þó það þurfi ekki að borga hana fyrr en eftir sjö ár.

 


mbl.is Bretar sýndu hörku þar til yfir lauk í viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DV.is í dag

Milljarðatjón vegna kvótabrasks


Skýrsla um nýtingu fiskistofna.

Í Kastljósi í gærkvöldi var fjallað um skýrslu sem unnin var af Finnboga Vikari og Þórði Má Jónssyni.

Í skýrslunni eru settar fram tillögur um frjálsar veiðar á vannýttum nytjastofnum á Íslandsmiðum upp að ákveðnu heildarhámarki gegn aflagjaldi í ríkissjóð.

Þetta er áhugaverð skýrsla og set ég hana hér inn fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hana.

Kveðja,
Grétar Mar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Vinur minn, Raggi.

Hann Raggi vinur minn sendi mér þessa athugasemd. Hún var eitthvað lengi á leiðinni og kom ekki til mín fyrr en í dag.  Þar sem mér finnst mér bera skilda til að svar þessum góða vini mínum kemur svar mitt eftir athugasemd hans.  

Raggi skrifaði: 

Hnaut um fyrirsögnina "Við borgum ekki". Mín spurning er þessi:
Er það stefna Frjálslynda flokksins að ekki eigi að samþykkja samninginn um Islave?
Ef svo er: Finnst flokknum þá að það ætti að fara dómstólaleiðina?
Og ef svo er: Til hvaða dómstóls ber að skjóta málinu?
Eða: Eigum við bara að gefa Evrópu fingurinn og borga bara ekki?
Reyni að koma á fundinn hjá þér í kvöld og heyri þá væntanlega svörin.
Ef ég næ ekki á fundinn þá bara hringirðu í mig. :-)

Bestu kveðjur,
Ragnar

Kæri vinur.

Það hefði átt að reyna að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um hlutlausan dómstól þar sem fjallað hefði á  um málið, hlutlaust .

Ef ekki hefði náðst samkomulag við þá um það hefði átt að fara með málið fyrir Íslenskan dómsstól eins og Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður hefur bent á.

Málið er að við þurfum annan samning en þann sem nú er í boði. Lögfræðingar eins og Páll Líndal hafa bent á að óeðlilegt sé að þjóðin taki á sig þessar skuldbindingar án þess að dómstólar hafi fjallað um málið.

Já, við eigum að gefa Evrópu puttann að því marki að við eigum ekki að láta kúga okkur eins og nú er verið að gera. Ef þetta er það sem Evrópusambandið er að bjóða upp á þá mega þeir eiga sig. Það að stórveldi og nýlendu kúgarar frá fornu fari leyfi sér að koma fram með þessum hætti er ólýðandlegt frá mínum bæjardyrum séð.

Við áttum að slíta stjórnmálasambandi við Breta síðastliðið haust þegar hryðjuverkalögin voru sett og kalla sendiherra okkar heim. Það að við einangrumst frá Alþjóðasamfélaginu er betra en það að setja heila þjóð í ánauð IceSalve samnings. Betra að vera fátækur og frjáls en þræll Alþjóðasamfélagsins.

Það að Bretar og Hollendingar geti gengið að öllum eignum íslenska ríkisins er algjörlega óásættanlegt.

Það að allir þegnar landsins komi til með að  skulda þessum þjóðum 3 milljónir á alla íslendinga er einnig óásættanlegt. Það bætist við aðrar þær skuldir sem við erum nú að taka við, úr hendi útrásavíkinga, lélegrar laga og ráðamanna sem sofnuðu á vaktinni.

Með kærri kveðju,
þinn vinur.


Fyrsta hænufetið

Því ber að fagna að fyrsta hænufetið í því að afnema kvótakerfið hefur nú verið stígið.

Ég treysti því og trúi að núverandi stjórnvöld haldi áfram á sömu braut.

Það væri ráð, nú, að afnema geymsluréttinn til að tryggja það að sá afli sem leyfilegt er að veiða á þessu fiskveiðiári verði veiddur.

Þjóðinni veitir ekki af öllum þeim tekjum sem mögulegt er að afla á tímum niðurskurðar og skattahækkana.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is 22 tonn af þorski á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggi á hafi.

Það er ekki nógu gott ef aðalvarðstjóri á Vaktstöð siglinga telur að standveiðar hafi áhrif á öryggi sjómanna vegna strandveiða.

Það þarf að sjálfsögðu að tryggja að öryggi sjómanna sé tryggt því það skiptir okkur öll máli að menn geti aflað tekna fyrir sjálfan sig og þjóðarbúið án þess að hafa áhyggju af eigin öryggi.

Aðstandendur sjómanna þurfa að geta treyst því að öryggiskerfi virki á þann hátt að ekki sé verið að leggja líf ástvina þeirra í hættu.

Það er trú mín að standveiðar geti, í sumar, slegið á það mikla atvinnuleysi sem við erum nú að kljást við. Veiðarnar koma líka til með að auka tekjur þjóðarinnar.

Það ætti því að tryggja það að engin vafi sé um að Vaktstöð siglinga geti sinnt hlutverki sínu með þeim hætti að mannlífum sé ekki stefnt í hættu.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Öryggi á hafi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingarnir okkar!

Enn eru íslenskir fjármálasnillingar á ferð. Enn eru þeir í kennitölu leik. Enn eru þeir að kaupa og selja sjálfum sér góðu bitana.

Nú stofna þér nýtt fyrirtæki um þær eignir sem eftir eru í fyrirtækinu og skuldirnar eru sendar þjóðinni.

Er þetta gert með blessun fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra?

 

 


mbl.is Íslensk afþreying gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband