Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Andlát mitt er stórlega ýkt!

Það vekur furðu að lítil frétt á heimasíðu Frjálslynda flokksins hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. Fréttin var um að flokkurinn hafi tekið á leigu nýtt húsnæði og ætlaði með haustinu senda frá sér fréttatilkynningu.

Þessi frétt á heimasíðunni leiddi til þess að Smugan sá ástæðu til að byrta  fréttaskýringin þar sem farið er yfir sögu flokksins undanfarin ár sem að mörgu leiti er sorgarsaga.

Engin höfundur er tilgreindur á þessari fréttaskýringu. En þar segir meðal annars; "Bræðralag Múhameðs spámanns er ekki lengur helsta ógn Íslands að mati flokksins, heldur er það sem fyrr bræðralag útgerðarmanna sem er höfuðóvinurinn. Handfærin virðast í bili hafa komið í veg fyrir handpikkun við landamærastöðvar. Óvinir innanlands eru verkefni dagsins, og hinir hafa verið settir á salt".

Það að blanda saman umfjöllun um innflytjendur og sægreifa segir meira um þann sem skrifar þessa fréttaskýringu en mörg orð. Það varðar þjóðarhag að núverandi fiskveiðikerfi verði lagt af í þeirri mynd sem það er nú í. 

Nýtt Ísland má ekki byggja á því að sérhagsmunahópar hafi sjálftöku á auðlindum sem hægt er að veðsetja og leigja til almennings sem gerðir eru að leiguliðum, bræðralags sægreifanna.

Í Fréttablaðinu er heill leiðari lagður undir andlát Frjálslynda flokksins og þar segir; "Á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá stofnun hans hefur flokkurinn lagt ýmislegt gott til íslenskra stjórnmála, þrátt fyrir óheppileg hliðarspor á borð við það þegar einstakir forystumenn hans virtust daðra við útlendingahræðslu í málflutningi sínum. Hin jákvæða arfleifð Frjálslyndra felst meðal annars í því að hafa aldrei misst sjónar á því hverjar hinar raunverulegu undirstöður íslensks atvinnulífs eru, líka á þeim tímum þegar flestir aðrir landsmenn töldu sig heimsmeistara í verslunar- og bankarekstri."

Málið er að málstaður Frjálslynda flokksins um óréttlátt kvótakerfi og afleiðingar þess fyrir íslenskt samfélag skiptir máli og ekkert má koma í veg fyrir að raddir þeirra sem berjast fyrir því af afnema það kerfi verði þögguð.

Það ber að benda á og árétta það að kvótakerfið er ekki eitt mál það varðar alla þætti samfélagsins. Það varðar jafnrétti, jöfnuð og jafnræði. Allt það sem gerir samfélag að réttlátu samfélagi þar sem hagsmunir fárra er ekki látnir ganga fyrir hagsmunum almennings.

Það má ekki gerast nú þegar verið er að vinna að því að skapa nýtt Ísland að Bræðralag sægreifanna fái að valsa um auðlindana með sama hætti og þeir hafa gert fram til þessa. 

 


Frábært

Það er frábært þegar þekking, reynsla og hugvit verður til þess að skapa þjóðinni tækifæri til að búa til aukin verðmæti úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, fiskinum.

Það gleymdist á tímum útrásavíkinganna hversu mikill mannauður var til staðar í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Mannauður sem byggði á þekkingu sem hefur orðið til vegna dugnaðar og atorku íslenskrar alþýðu, mann fram af manni.

Á grunni sjávarútvegs hafa orðið til iðnfyrirtæki sem hafa notað og nýtt þessa þekkingu til að hanna nýjar vélar sem gera okkur kleift að auka verðmæti auðlindar okkar fisksins.

Þessi fyrirtæki hafa einnig haslað sér völl á erlendum mörkuðum með framleiðslu sína, eins og Málmey er að gera og þar með skapað atvinnu og gjaldeyristekjur.

Það skiptir öllu máli að við notum og nýtum þær auðlindir sem við eigum og þann mannauð sem kann, getur og vill nýta þekkingu sína á þeim grunni.

 

 


mbl.is Bylting í skreiðarvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaskýringar Morgunblaðsins

Það er með ólíkindum hvers konar fréttir eru í blaði allra landsmanna um fiskveiðar og maður spyr sig hvaða tilgangi þær eiga að þjóna eða fyrir hverja þær eru skrifaðar.

Mánudaginn 20 júlí var fréttaskýring í Morgunblaðinu eftir Sigurð Boga Sævarsson.

Þar sagði meðal annars, að:  "Sjómenn á Vestfjörðum hafa áhyggjur af því, að reglur um strandveiðar bjóði heim hættunni á að sjósókn síðari hluta sumars verði hugsanlega stunduð meira af kappi en forsjá".

Sjómenn á Vestfjörðum sem og annars staðar á landinu vita að ekki er hægt að stunda veiðar á handfærarúllur þegar vindur er orðin meiri en Kaldi eða 5 vindstig. Ástæðan er sú að þá stendur færið beint út frá bátnum og því er ekki mögulegt að veiða við þannig aðstæður.

Sjómenn sem stunda þessar veiðar hafa þekkingu og reynslu sem á að bera virðingu fyrir.

Það er þekking og reynsla þeirra sem hefur í gegnum tíðina átt þátt í því að gera okkur öllum kleift að lifa hér á landi.

Það má vel vera að útrásarvíkingar og sægreifar hafi látið glepjast af skyndigróða en ég treysti sjómönnum þessa lands til að taka ákvarðanir um sjósókn út frá veðurspám og eigin velferð.

Það er þjóðhagslega nauðsynlegt, að auðlindir þjóðarinnar sé nýttar með skynsamlegum hætti og reynt sé með öllum ráðum að auka tekjur og draga úr atvinnuleysi.

Það er ekki þjóðinni til heilla að fréttaskýringar í blaði allra landsmanna hafi þann eina tilgang að standa vörð um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur hagsmuni fárra að leiðarljósi.

Þessi fréttaskýring hefur að mínu áliti það eina markmið að skapa neikvæða umræðu um standveiðar og til þess notuð meðöl sem gera lítið úr reynslu og þekkingu þeirra manna sem stunda handfæraveiðar. 

Það væri betra að blað allra landsmanna birti fréttaskýringu um hversu miklar tekjur standveiðar skiluðu þjóðarbúinu.

Ekki væri verra að þeim sjómönnum sem hafa þrek og vilja til að stunda þessar veiðar yrði þakkað, fyrir hönd þjóðarinnar, fyrir vel unnin störf.

Það sem þarf að gera er að auka þann kvóta sem má veiða með þessum hætti.

Fréttaskýringin af mbl.is: Sjómenn glepjist ekki af græðginni


Ríkisstyrktur sjávarútvegur

Í fréttatíma Bylgjunnar í morgun var fjallað um að hér á landi væri sjávarútvegur ekki ríkisstyrktur.

Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt því sá styrkur sem íslenskur sjávarútvegur fær er í formi aflaheimilda og gjafakvóta sem útgerðarmenn geta síðan leigt frá sér, veðsett eða selt.

Þetta er ekkert annað en ríkisstyrkur, ekki beinn, en samt hægt að líta svo á þetta sem styrk því þeir hafa ekki þurft að borga krónu í ríkiskassann vegna þessa.

Kveðja,
Grétar Mar


Eru til önnur ráð en skattpíning?

Það hefði verið gaman að sjá útreikninga frá Seðlabanka Íslands um það hvað auka þyrfti kvóta um mörg tonn til að standa straum af þeim skuldum sem við virðumst þurfa að borga á næstu árum vegna manna sem létu græðgina stjórna gjörðum sínum.

Íslenska ríkið getur haft tekjur af því að afnema núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sem er partur af þeirri spillingu sem viðgengist hefur hér á landi undanfarin ár.

Það á að innkalla aflaheimildir og ríkið á síðan að leigja þær út og með því  skapa tekjur í ríkiskassann. Þetta gæti komið í veg fyrir skattpíningu almennings í landinu. 

Fiskveiðistjórnunarkerfið er undirrót bankahrunsins og grunnur þess.

Það kerfi þarf að taka til gagngerar endurskoðunar því fyrr er ekki hægt að fara að byggja upp nýtt Íslands.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýting auðlinda

Það er alveg á hreinu að þjóðin þarf á því að halda að þjóðartekjur aukist ef við eigum einhvern tíman að komast af þeim strandstað sem við erum enn á og höfum verið á frá því í október á síðasta ári.

Eina leiðin sem er fær núna er sú að við nýtum þær náttúruauðlindir sem við eigum til lands og sjávar.

Fiskurinn í sjónum er ein þeirra auðlinda sem við þurfum að nota og nýta til þess að afla tekna fyrir þjóðarbúið og fólkið í landinu.

Þetta er staðreynd sem núverandi stjórnvöld verða að fara að átta sig á.

Það er samdóma álit þeirra sem sækja sjó að óhætt sé að veiða mun meira en nú er gert.

Það er löngu tímabært að stjórn fiskveiða taki mið að hagsmunum þjóðarinnar allrar en sé ekki í þágu fárra.

Þessi frétt er í dag á vísi.is: Rýrnun útflutningsverðmætis um 10 - 15 milljarða

Kveðja,
Grétar Mar

 

 


Kvótinn

Ég fagna þessari ályktun Eyjamanna og styð hana heilshugar. 

Ég hef haldið því fram að auka eigi þorskkvóta um 100 þúsund tonn og einnig að auka eigi veiðar í flestar aðrar tegundir.

Þetta er leið sem við þurfum að fara til þess að afla tekna fyrir þjófélagið og sem lausn á því atvinnuleysi sem við eigum við að stríða.

Það sem væri best er að farið yrði í fyrningu sem fyrst og tekið á geymslurétti og tegundatilfærslunni.  

Það þarf að fara að stjórna fiskveiðum með þeim hætti að þær hafi hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi í stað þess að hygla fáum.

Það þarf líka að taka á þeirri staðreynd að núverandi kerfi brýtur mannréttindi og er til skammar að stjórnvöld hafi enn ekki brugðist við dómi Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Hvetja til endurskoðunar kvótaúthlutunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt

Vinur minn er leigubílstjóri og sagði mér fyrir nokkru síðan að hann hefði verið að keyra eina nóttina þegar hann sá unga konu vera að leita að dósum niður í bæ. Hann tók það fram að þetta hafi verið íslensk kona.

Hann fór að tala við hana og þá sagði hún honum að ásæða þess að hún væri að safna dósum væri að hún ætti ekki fyrir mat fyrir börnin sín þrjú.

Þessi ágæti vinur minn bauðst til að keyra hana heim, frítt. Á leiðinni sagði hún honum af hún væri búin að safna þessa nótt 500 kr. og gæti því daginn eftir keypt brauð og mjólk fyrir börnin sín.

Ástæða þess að þessi saga rifjaðist upp fyrir mér er sú að í gær var ég að versla í Bónus, nauðsynjar, sem ekki er í frásögu færandi nema vegna þess að ég hitti þar konu sem ég kannaðist við.

Hún heilsaði mér og sagði mér að heima ætti hún svöng börn og hún sæi ekki fram á að geta séð þeim farborða í framtíðinni ef fram héldi sem horfði.

Það er illa komið fyrir þjóð sem telst eða taldist til ríkustu þjóða heims að fólk sé farið að líða skort vegna fátæktar.

Þetta er fólkið sem verið er að leggja á auknar byrgðar með hækkandi vöruverði, þjónustugjöldum og sköttum.

Þetta er fólkið sem nú er verið að biðja um að borga Icesave reikningana og taka á sig að borga skuldir Björgólfsfeðga og annarra þeirra sem töldu sig vera hafnir yfir lög og reglur.

Það á ekki að taka það í mál að útrásarvíkingar sleppi við að greiða skuldir sínar eins og almenningi er gert að gera.

Það á ekki að auka á fátækt meðal almennings í landinu með því að láta hann borga Icesave reikninginn.

Kveðja,
Grétar Mar


Ice-slave

Það er með ólíkindum að Össur hafi stungið áliti Mischon de Reya undir stól.

Þetta álit gefur fullt tilefni til að draga það í efa að þjóðin sé skuldbundin til að binda sig í skuldaklafa til framtíðar.

Þetta varðar þjóðarhagsmuni en samt sá hæstvirtur Össur ekki ástæðu til að birta álitið.

Það hefur verið talað um að þau samningsdrög sem nú eru til umfjöllunar séu þess eðlis að þeir sem stóðu að því að gera þau fyrir hönd þjóðarinnar séu hænufeti frá landráði. það virðist sífellt vera að fjölgi í þeim hóp.

Össur sá ekki ástæðu til að birta þetta álit og væri gott að vita hvað liggur þar að baki. Hverra eða hvaða hagsmuni er verið að verja, okkar eða ESB? 

Mikið var rætt, í aðdragandi kosninga af núverandi stjórnarflokkum um opið stjórnkerfi og allt þyrfti að vera upp á borðinu þegar kæmi að því að huga að velferð og hagsmunum fólksins í landinu til að byggja upp nýtt Ísland sem byggði á opnu lýðræði.

Enn er allt við það sama, fólkið fær bara að sjá og vita það sem ráðamenn telja eða vilja að það fái að vita.
Fólkið sem ráðamenn tala síðan um sem menntað, duglegt og áræðið. Fólkið sem á að vinna að því að byggja upp nýtt Ísland.
Fólkið sem á bara að borga.

Kveðja,
Grétar Mar


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álag á Gæslunni

Að sjálfsögðu er það leitt að menn séu örþreyttir eftir vaktir sínar hjá Gæslunni. Það er vertíð og menn hafa í gegnum tíðina verið örþreyttir á þeim, þegar vel veiðist, en staðið sína vakt, þjóðinni og sjálfum sér til heilla.

Strandveiðar skapa þjóðarbúinu tekjur, ekki síst gjaldeyristekjur, sem mikil þörf er á, þessa daganna.

Menn eru einir á sjó í allt að 14 tíma á dag við oft á tíðum erfiðar aðstæður. Þeir eru trúlega oft á tíðum örþreyttir en aldrei hef ég heyrt þá kvarta, kvað þá í blaði allra landsmanna.

Það þarf að sjálfsögðu að tryggja að Gæslan geti sinnt starfi sínu með þeim hætti að þreyta starfsmanna bitni ekki á öryggi sjómanna.

Kveðja,
Grétar Mar

 


mbl.is Strandveiðar auka álag á Gæsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband