Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.3.2010 | 20:05
Þjóðareign - Samtök um auðlindir í almannaþágu
Stofnuð hafa verið samtökin: Þjóðareign - Samtök um auðlindir í almannaþágu.
Samtökin hafa opnað heimasíðu þar sem fólk getur lesið markmið samtakanna. Eitt af baráttumálum samtakanna er að safna undirskriftum þeirra sem eru fylgjandi því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám kvótakerfisins.
Slóðin er: http://thjodareign.is/
Í fréttum í DV í vikunni kom fram hjá Birni Vali þingmanni Vinstri-Grænna að ASÍ stæði í veg fyrir því að breytingar yrðu gerðar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi því það myndi skemma Stöðuleikasáttmálann, svokallaða.
Mér fannst ótrúlegt að samtök launamanna stæðu í veg fyrir að hægt væri að skapa atvinnu fyrir þá sem nú eru atvinnulausir í sjávarútvegi. Ég hringdi í vin minn í verkalýðshreyfingunni og spurði hvort það væri satt að þeir stæðu í veg fyrir atvinnuuppbyggingu og hvort samstarfið við SA væri mikilvægara en það að menn gætu sótt björg í bú. Hann sagði að svo væri ekki.
Í gær var fundur í Garðinum þar sem rædd voru atvinnumál á Suðurnesjum og þar var Gylfi Arnbjörnsson frummælandi. Hann var spurður hvort það væri svo að hann og aðrir stjórnendur ASÍ stæðu í vegi fyrir þeim breytingum sem nú ætti að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Gylfi svaraði eins og manna er siður sem hafa slæma samvisku. Hann sló úr og í og sagði ekki neitt.
Mér finnst tímabært að verkalýðshreyfingin fari að standa með sínu fólki í stað þess að vera í faðmlögum með SA. Í dag er þetta spurning um það hvort fólk hefur vinnu í sjávarbyggðum landsins. Spurning um hvort ríki og sveitarfélög fái tekjur til að standa undir þjónustu við þegnana og tekjur eru undirstaða velferðar.
Þjóðin hefur ekki tíma til að bíða eftir að eitthvað verði gert í atvinnumálum í ókominni framtíð. Það þarf að taka til hendinni núna því við þurfum að lifa núið af!
Í sjávarútvegi er til staðar fjárfestingar og fólk sem er tilbúið að leggja á sig vinnu til að skapa sér og þjóðinni allri tekjur. Það sem þarf er að menn hætti að láta sérhagsmuni fárra verða þess valdandi að þjóðin geti ekki brauðfætt sig á heiðarlegan hátt.
Nú er mál að verkalýðshreyfingin fari að hugsa um sitt fólk, það fólk sem þeir eru fulltrúar fyrir.
4.3.2010 | 09:21
Ég á mér draum!
Núverandi stjórnvöld lofuðu í stjórnasáttmálanum að farin yrði fyrningarleið á fiskveiðiheimildum. Í sáttmálanum er gert ráð fyrir 5% fyrningu á ári. Ég tel að það eigi að fyrna hraðar og ætti fyrningin að vera 25% á ári og ætti hún að hefjist í síðasta lagi 1. september 2010.
Ókostir núverandi kerfisins eru margir. Þeir helstu eru að núverandi gjafakvótakerfi þar sem heimilað var frjálst framsal eftir 1991. Þetta er ekkert annað en ríkistyrkur og því er sjávarútvegur hér á landi með hæsta ríkistyrk sem um getur á byggðu bóli. Prófessor Þorvaldur Gylfason heldur því fram að braskið með veiðiheimildir í formi leigu, veðsetningar eða sölu sé grunnur bankahrunsins.
Einnig ber að nefna það enn og aftur að Mannréttindanefnd Sameiniðuþjóðanna áliktaði fyrir tveimur árum síðan að fiskveiðistjórnunarkerfið brjóti í bága við mannréttindi vegna þess að það skerðir atvinnufrelsi íslenskra sjómanna.
Þjóðin þarf á því að halda að tekjur aukist og sérstaklega þarf að huga að gjaldeyrisöflun. Við getum haft miklu meiri tekjur af sjávarútvegi en við höfum nú. Við getum veitt meira í flestum tegundum. Það ætti að setja vinnsluskildu á makríl, síld og loðnu. Það ætti að setja lög sem skylda frystitogara til að koma með allan afla í landi í stað þess eins og nú er gert að henda hluta hans í hafið. Þetta er nauðsynlegt, ekki bara til að auka tekjur ríkisins heldur verður einnig að horfa til þess hvernig auka megi tekjur sveitarfélaganna með betri nýtingu sjávarafla vegna þess að litlar líkur er á því að yfir skuldsettar útgerðir borgi skatta á næstu árum vegna skuldastöðu þeirra.
Einnig er mikilvægt að allur fiskur sem veiddur er á íslandsmiðum fari á fiskmarkað því það myndi einnig leiða til þess að auka tekjur sveitarfélag í formi hærri hafnargjalda og útsvars. Kosturinn við það að allur fiskur færi á markað myndi jafna stöðu fiskvinnslufyrirtækja sem í dag búa við það að fá ekki nægan fisk til vinnslu.
Samfélagslegar afleiðingar af fiskveiðistjórnunar kerfinu eru miklar og mörg vandamál hafa orðið til vegna þess. Sjávarbyggðum landsins hefur blætt og blæðir enn vegna núverandi kerfis. Það hefur leitt til fólksflutninga, atvinnuleysis, gjaldþrota og félagslegra vandamála.
Við búum í góðu landi sem á nægar auðlindir eru til að brauðfæða þjóðina og með réttlátari skiptingu á nýtingu þeirra getum við byggt upp samfélag sem byggir á jafnrétti, jöfnuður og jafnræði. Grunnur þess er að gerðar verði breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.2.2010 | 20:17
Minni gjaldeyristekjur
Fiskafli í janúar minni en í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2010 | 15:15
Ráð til ríkisstjórarinnar
Ríkistjórn sem er að hreinsa upp skítinn eftir fyrri ríkistjórnir, framsóknar-, sjálfstæðis- og samfylkingar þarf að taka margar óvinsælar ákvarðanir, eins og að hækka skatta og skera niður til velferðarmála, á eitt trop á hendi og það er að stokka upp fiskveiðistjórnunarkerfið og gera rótækar breytingar á sjávarútvegi. Þetta myndi afla henni mikilla vinsælda og kostar ekkert.
Þetta getur hún gert með því; í fyrsta lagi að samþykkja skötuselsfrumvarpið, auka við aflann í strandveiðunum og lengja tímabil þeirra og hefja fyrningu veiðiheimilda 2010 eins og lofað var í kosningarbaráttunni og er í stjórnarsáttmálanum. Einnig væri mjög gott að gefa frjálsar úthafsveiðar á rækju sem myndi skapa mörg störf, sérstaklega í landi.
Ríkisstjórnin verður að virða mannréttindi íslenskra sjómanna eins og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ályktaði um fyrir tveimur árum síðan. Ef það verður gert eins og lofað hefur verið ásamt því að bæta við veiðiheimildir í flestum tegundum getum við unnið okkur út úr þeirri kreppu sem við erum nú í.
En allar viðbótar veiðiheimildir sem verða gefnar út, á íslenska ríkið að leigja beint frá sér en ekki afhenda sægreifaklíkunni.
Ef það þarf lagabreytingar til þess að svo geti orðið þá verður Alþingi að gera þær, strax.
Mitt áliti er að þess þurfi ekki heldur sé hægt að gera þetta með reglugerð, samanber ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar þegar hann ákvað að hefja mætti hvalveiðar sem hann gerði með reglugerð.
Það eru ókvótabundnar tegundir fyrir norðan Látrabjarg sem eru kvótabundnar fyrir sunnan bjargið.
Fordæmi eru fyrir því að það sé hægt að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með reglugerð eins og dæmi eru um með línuívilnun, byggðakvóta og kvóta til áframeldis og fyrrnefndar breytingar .
Það er hægt að auka tekjur sjávarútvegsins um 100 milljarða og ganga til móts við álit Mannréttindanefndarinnar að hluta með þessum breytingum.
Ég mun taka hatt minn ofan fyrir núverandi sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni ef hann nær þessu fram sem ég veit að hann vill gera. Þetta er fyrsta skrefið í því að bregðast við mannréttindabrotum á íslenskum sjómönnum og fyrsta skerf í að brjóta upp kerfi sem mikil ósátt er um í íslensku samfélagi, vegna þess að það er óréttlátt.
Að taka upp sóknardagkerfi 1. sept. 2010 væri samt besti kosturinn.
85-90% íslensku þjóðarinnar er á móti núverandi kerfi samkvæmt skoðunarkönnunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2010 | 09:57
Umræða á villigötum
Í umræðunni um fiskveiðistjórnunarkerfið og fyrningu er talað um að ekki megi taka það af útgerðarmönnum sem þeir hafi keypt.
Þetta er rangt, því það eru engar stórútgerðir sem hafa þurft að kaupa allar sínar veiðiheimildir eftir 1991 þegar það myndaðist verð á veiðiheimildum.
Flestar stórútgerðir í landinu eru enn með sömu kennitölu og þær höfðu við upphaf kvótakerfisins og því byggja þau á nýtingarrétti sem þau borguðu ekki neitt fyrir.
Sum breyttu úr hf í ehf og sameinuðust öðrum fyrirtækjum og eru því nú allt upp í níu kennitölur komnar inn í sum fyrirtækin.
Það er því rangt eins og LÍÚ hefur haldið fram að útgerðarfyrirtæki sem starfa í dag hafi keypt aflaheimildir, í 90% tilfella.
Ef farið er hringinn í kringum landið sést að það er enn sömu fyrirtæki og sama fólkið sem er enn í útgerð sem byggir á þeim gjafakvóta sem þau fengu í upphafi.
Hér verða flest þessara fyrirtækja talin upp.
Í Vestmannaeyjum eru það; Vinnslustöðin, Ísfélagið, Glófaxaútgerðin, Bergur-Hugin útgerðin, Dala-Rafns útgerðin, útgerðin á Frá, Bergi, Hugin, Þórunni Sveinsdóttur og Bylgjunni, ásamt fleiri útgerðum í Eyjum.
Á Hornafirði sameinuðust Skinney og Þinganes og tóku yfir Kaupfélags útgerðina.
Það eru nánast engar veiðiheimilir á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Reyðarfirði Það eru sömu aðilar í útgerð á Fáskrúðsfirði og voru og á Eskifirði þar sem Eskja ehf er og er hún rekin af afkomendum Alla ríka.
Það eru sömu eigendur að Síldarvinnslunni á Norðfirði en þar eiga reyndar Samherjar orðið 30-40% hlut.
Á Þórshöfn er Ísfélagið komið inn í útgerðina með heimamönnum og Grandi er komin inn í útgerð með heimamönnum á Vopnafirði.
Á Siglufirði er Þormóður Rammi og hefur hann sameinast útgerð sem var á Ólafsfirði. Samherji og Brim eru á Akureyri.
Á Sauðarkrók eru sami aðili í útgerð og verið hefur og er það Kaupfélagið.
Á Grenivík er Gjögur.
Gunnvör á Ísafirði hefur sameinast nokkrum öðrum útgerðum þar.
Oddi er á Patreksfirði.
Á Snæfellsnesi er og hafa verið meðal annars útgerð Kristjáns Guðmundsonar, Hraðfrystihús Hellisands, Steinunnar útgerðin í Ólafsvík, Rakel Ólsen í Stykkishólmi, Guðmundur Runólfsson í Grundarfirði.
Í Reykjavík eru Grandi og Ögurvík.
Stálfrúin í Hafnarfirði.
Nesfiskur í Garði.
Happasæls, Arnars útgerðin og Saltver í Keflavík.
Þorbjörninn og Vísir í Grindavík.
Í Þorlákshöfn er útgerðir Einars Sigurðssonar og Hannesar Sigurðssonar.
Öll þessi fyrirtæki hafa verið til frá því fyrir daga kvótakerfisins og hafa byggt starfsemi sína upp á gjafakvóta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.12.2009 | 16:26
Gleðileg jól.
Sendi ættingjum, vinum og kunningjum ósk um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.
Kveðja,
Grétar Mar Jónsson.
24.11.2009 | 23:11
Þorsteinn bullar á INN
Þorsteinn Pálsson hélt því fram í þætti hjá Ingva Hrafni á INN að íslenskur sjávarútvegur væri ekki ríkisstyrktur en væri í samkeppni við ríkistyrktan sjávarútvegi í öðrum löndum.
Hann ætti að vita betur. Með gjafakvótakerfinu gátu íslenskir útgerðarmenn veðsett, leigt og selt nýtingarréttinn (kvótann). Þegar verðið var hæst á gjafakvótanum var úthlutaður kvóti 1000 milljarðar eða meira og er mesti ríkistyrkur sem þekkist á byggðu bóli.
Með óbeinum hætti var þetta og er ekkert annað en ríkistyrkur því menn fengu peninga frá ríkinu í formi kvóta á meðan aðrar þjóðir eru með beinan stuðning sem ekki er í neinni líkingu við þetta brjálæði.
21.11.2009 | 15:23
Sjómannaafsláttur
Sjómannaafsláttur var á sýnum tíma settur á vegna þess að útgerðarmenn töldu sig ekki geta hækkað laun sjómanna til samræmis við launhækkanir sem aðrir launþegar í landinu voru að fá. Þetta gerðist á milli 1960-1970. Ríkið kom þá til móts við útgerðirnar með því að setja á sjómannaafslátt. Þannig að hann var í raun ríkistyrkur til útgerðanna á þeim tíma þegar hann var settur á og er enn.
Nú hefur enn og aftur komið upp sú umræða að afnema beri sjómannaafslátt.
Ég vil að við sjómenn afsölum okkur sjómannaafslætti gegn því að allur fiskur verði seldur í gegnum fiskmarkað.
Kostirnir við það yrðu að laun sjómanna myndu hækka, útsvartekjur og hafnargjöld til sveitarfélaga hækka og tekjuskattur myndi hækka. Þetta myndi leiða til betri afkomu fyrir sjómenn, sveitarfélög og ríkið. Einnig myndu fiskvinnslur án útgerðar njóta góðs af þessum breytingum þar sem aðgangur þeirra að hráefni myndi batna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
8.11.2009 | 17:43
Dómsstólar landsins
Árni Páll félagsmálaráðherra sagði á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna í síðustu viku að fólk sem teldi að þau gjaldeyrislán sem það fékk í bönkum landsins brytu í bága við lög gæti farið með mál sín gegn bönkunum fyrir dómstóla. Þeir væru til þess fallnir að skera úr um, á hlutlausan hátt um það, hvort þessi lán stæðust íslensk lög eða ekki.
Fólkið í salnum baulaði á ráðherrann og það heyrðist spyrja hvort hann tryði því virkilega að íslenskir dómstólar dæmdu á óvilhallan hátt. Svona málsókn væri fyrirfram dæmd til að mistakast.
Það er mikill misskilningur félagsmálaráðherra að almenningur í landinu geti leitað réttar síns hjá dómsstólum landsins. Almenningur veit þetta og hefur í gegnum tíðina orðið vitni af því að aðrir hagsmunir en almannahagsmunir hafa verið hafðir að leiðarljósi í dómsmálum.
Til að efla tiltrú almennings í landinu á dómstólum þarf að skipta þar út öllum þeim sem hafa undanfarin ár fengið stöður sína í gegnum pólitískan klíkuskap.
Dómar sem hafa verið með þeim hætti að minnka tiltrú almennings á dómskerfinu eru margir en nokkur dæmi um það eru eftirfarandi.
Málið sem Vilhjálmur Bjarnason fór í gegn Glitni er eitt af þessum málum og er það nýjasta dæmið og einnig er hægt að nefna Valdimarsdóminn og Vatnseyrardóminn.
Til að hægt verði að byggja upp Nýtt Ísland þarf að skipa nýja dómara á faglegum forsendum en ekki með pólitískum klíkuskap. Aðeins þannig er hægt að efla tiltrú almennings á dómskerfi landsins.