Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Innköllum veiðiheimildir

Staða sjávarútvegsins er nú með þeim hætti að hann er yfir veðsettur og þar með taldar veiðiheimildir. Þær eru því í raun í eigu íslensku bankanna.

Nú er því lag til að innkalla allar veiðiheimildir og leigja út til hæstbjóðanda. Þetta myndi skila 50-60 milljörðum á ári beint í ríkissjóð.

Með þessu hefðu allir jafnan aðgang að veiðiheimildunum. Menn myndu borga veiðiheimildirnar um leið og þeir nýttu þær og lönduðu aflanum.

Auðviðtað á síðan að setja fram þá kröfu að allur fiskur af íslandsmiðum að fara í gegnum fiskmarkaði hér á landi.


Gapuxi

Gapuxinn, Dr. Ragnar Árnason prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands ætti að hafa vit á því að halda kjafti. Því að gapa um ágæti núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis er ekkert annað en öfug mæla vísa.

Hann minnist ekki á að atvinnugreinin er nánast gjaldþrota sem slík, með skuldir upp á 600-700 milljarða.

Hann minnist ekki á að fiskistofnarnir eru allir í sögulegu lágmarki.

Hann minnist ekki á að sjávarbyggðirnar, hringinn í kringum landið eru nánast í rúst.

Hann minnist ekki á brottkast, framhjálandanir og það svindl og svínarí sem hafa fylgt kerfinu.

Hann minnist ekki á þau félagslegu vandamála sem fjölskyldur í sjávarbyggðum hafa og eiga við að  glíma vegna þessa kerfis. Meðal annars vegna gjaldþrota, hjónaskilnaða, sem leitt hafa til ýmissa félagslegra vandamála.

Hann minnist ekki á atvinnufrelsi sjómanna og ekki talar hann um bort á mannréttindum gagnvart íslenskum sjómönnum.

Hann minnist ekki á þátt sægreifanna í bankahruninu og hvernig þeir hafa veðsett auðlind fólksins í landinu með eigin hagsmuni í huga.

Stundum er betra að halda kjafti en að láta hafa eftir sér tóma vitleysu, þó maður hafi prófessors nafnbót.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strandveiðar

Nú í sumarbyrjun var samþykkt á Alþingi að leyfa standveiðar sem ekki væru háðar því að menn ættu eða leigðu til sín kvóta af sægreifunum. Það var mikið fagnaðarefni að þessar veiðar voru leyfðar. Þær eru spor í rétta átt.

 

Núverandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur leitt til þess að til er hópur manna, sem stundar sjósókn eru nú leiguliðar sægreifa sem drottna yfir auðlindinni. Leiguliðanir hafa þurft að leigja kvóta og borgað allt upp í 80-90% af verðmæti landaðs afla til sægreifanna. Margir hafa gefist upp á því að hafa sjálfir ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir mikla vinnu. Það verður að koma í veg fyrir að hægt sé að hnekkja menn í ánauð á þeim forsendum að verið sé að vernda fiskistofnana og auka hagræðingu í greininni.

 

Allir þeir sem hafa fylgst með fiskveiðum frá því að fiskveiðistjórnunarkerfið var sett á vita að markmiðum þeirra hefur aldrei verið náð. Eina markmið þess í dag virðist því vera að viðhalda eignarhaldi á kvótanum og vernda með því  sérhagsmuni fárra á kostnað hagsmuna almennings.

 

Standveiðikerfið er spor í rétta átt til að breyta núverandi kerfi og þar með að koma til móts við álit Mannréttindanefndar Sameinuð þjóðanna sem hefur ályktað að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi brjóti mannréttindi sem varða atvinnufrelsi og atvinnurétt þegna landsins.

 

Í sumar hafa um 400 handfærabátar stundað strandveiðar. Á sumum bátum hafa tveir verið á. Hagræðing þess fyrir land og þjóð er margvísleg. Fyrst má nefna að allur fiskur sem veiðist hefur með þessum hætti hefur farið á innlendan fiskmarkað sem hefur átt þátt í að auka fiskvinnslu í landi. Veiðarnar hafa leitt til aukinna tekna fyrir alla þá hagsmunaaðila sem koma að þessum veiðum. Sveitarfélögin hafa fengið hærri hafnargjöld og útsvar. Ríkið fær meiri tekjur í formi skatta. Fleiri störf hafa orðið til og þó svo að það sé tímabundið er það betra en ekkert.

 

Fyrir næsta sumar þarf að setja fleiri tonn í þennan pott sem strandveiðimenn mega veiða úr og ætti hann að mínu áliti að vera 8.000-10.00. tonn. Einnig  ætti að lengja það tímabil sem má veiða og ætti tímabilið að ná frá 1. apríl til 1. september.

 

Sumir strandveiðisjómenn sem hafa verið leiguliðar hingað til finnst að þeir séu nú aftur orðnir frjálsir menn þar sem þeir fá nú fullt verð fyrir aflann og þurfa ekki að greiða sægreifum fyrir aðgang að veiðiheimildum.

 

Að lokum skora ég á íslensk stjórnvöld að virða mannréttindi á íslenskum sjómönnum.

 

Strandveiðar

það sem á að gera er að setja þann kvóta sem eftir er í einn pott til að tryggja að hægt verði að veiða hann fyrir 1. september.

Þjóðin þarf á því að halda að nýta auðlindir sínar til að auka tekjur.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


mbl.is Strandveiðikvótinn næst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standveiðar

Það var frétt á vísi.is í gær um; Líf í höfnum landsins þar sem kom fram að Illugi Gunnarsson finnur standveiðum allt til foráttu. Hann gefur sér að veiðidögum muni fækka og bátum muni fjölga.

Illugi ætti að sjá sóma sinn í því að fjalla um standveiðar eins og sá sem veit hvaða afleiðingar kvótakerfið hefur haft fyrir sjávarbyggðir landsins.

Einnig ber að nefna ef spá Illuga um fjölgun báta rætist þá væri það ekkert nema af hinu góða fyrir hag landsins og afkomu almennings.

Orðið hagkvæmni í sjávarútvegi er það sem hefur leitt okkur í þær ógöngur sem við erum nú í svo það væri rétt hjá Illuga að fara varlega með það orð í tengslum við sjávarútveg.

Annar varðhundur sægreifana Einar K. Guðfinnsson segir að strandveiðar hafi ekki leitt til nýliðunar í kerfinu og má vel vera að það sé rétt. Það sem Einar veit er að menn sem voru hættir að stunda sjósókn og áttu báta sem lágu við bryggju fóru aftur að stunda veiðar.

Einar hefur þó rétt fyrir sér í því að huga þarf að breytingu á svæðaskiptingunni og er það von mín að það verði gert fyrir næsta sumar.

Ólína sem svaraði þeim félögum sagði allt það sem segja þarf, standveiðar hafa leitt til þess að nú er aftur líf í höfnum sjávarbyggðanna. Ólina bloggaði um þetta mál; Strandveiðarnar færa líf í hafnir

Alþingsmenn ættu að hafa það hugfast að hlutverk þeirra er að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi í störfum sínum en ekki sérhagsmuni fárra.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


Nýtt Ísland

 Þessi grein byrtist í Morgunblaðinu síðastliðin laugardag.

Öll umfjöllun um núverandi fiskveiðistjórnunar kerfi er á þá leið að ef við henni verið hróflað fari allt á annan endann.
Það má ekki hrófla við kerfi sem bíður upp á spillingu og fjötrar fólk í ánauð sægreifanna. Kerfi sem brýtur mannréttindi á fólkinu í landinu.

Það mátti heldur ekki hrófla við bönkunum á meðan allir héldu að peningar yrðu til úr engu. Bankamenn voru mærðir og talið að þar væru snillingar á ferð sem gætu með snertingu breitt steini í gull. Ekkert mátti gera til að koma í veg fyrir þessa trú um ágætu þessara manna, því þá færi allt á annan endann. Bankarnir myndu hverfa úr landi og eftir stæði þjóðin slipp og snauð. Þjóðin átti að þakka þessum fræknu köppum sem fóru um heiminn með gúmítékka og keyptu allt það sem þeim datt í hug.

Þeir sem höfðu efasemdir um að hægt væri að breyta steini í gull voru sagði afbrýðissamir, heimskir og jafnvel sakaðir um að vera óvinir þjóðarinnar. Allt var bara gott og frábært, við vorum best, ríkust, gáfuðust og stórust.

Núverandi stjórnarflokkar boðuðu bót og betrun á meðan á kosningabaráttunni stóð. Því var lofað og það sett í stjórnarsáttmála að landið ætti nú að verða land velferðar sem byggði á jöfnuði, jafnrétti og jafnræði. Frjálshyggjunni átti að henda út á hafshauga og nú var það hagur almennings sem átti að ráða ferð.

Ein rót spillingarinnar sem við erum nú að verða vitni að og upplifa hefur ekki verið hróflað við. Enn er verið að standa vörð um kerfi sem átti þátt í bankahruninu og þeirri kreppu sem við erum nú að kljást við. Þeir sem hafa aðrar skoðanir en þeir sem vilja standa vörð um þetta kerfi fá sama sönginn og þeir sem höfðu efasemdir um frammistöðu útrásarvíkinganna.

Þetta kerfi er kvótakerfið sem enn er við líði og ekki bólar á neinum breytingum á því. Það má þó segja að strandveiðar hafi verið spor í rétta átt. En betur má ef duga skal. Það verður ekki hægt að byggja upp nýtt Ísland nema að tekið verði á þessu kerfi og því breytt.

Kvótakerfið varðar alla þætti samfélagsins. Það hefur með atvinnustig að gera, það hefur með tekjur almennings sem starfar í sjávarútvegi að gera, það hefur með þjóðartekjur að gera, það hefur með jöfnuð, jafnrétti og jafnræði þegnanna að gera.


Gott!

Það eru góðar fréttir að vel veiðist af þessari auðlind okkar, í hafinu.

Hvalveiðarnar í sumar hafa skapað atvinnu fyrir á milli 200-300 manns.

Hvalveiðarnar hafa því á tímum þrenginga í efnahagslífinu skapað vinnu, tekjur fyrir fólk, fyrirtæki og ríkið.

Ein af þeim rökum sem notuð voru gegn því að hefja hvalveiðar og því að nýta þær auðlindir sem við eigum voru að það myndi bitna á ferðamannaiðnaðinum og þá sérstaklega á fyrirtækjum sem biðu upp á hvalaskoðunarferðir.

Ég ræddi við einn eiganda hvalaskoðunar fyrirtækis fyrir nokkrum dögum og sagði hann að aldrei hefðu fleiri ferðamenn farið í hvalaskoðunarferðir en í júlímánuði á þessu ári.

Það má því færa rök fyrir því að hvalveiðar hafi ekki áhrif á þennan þátt í ferðamannaiðnaðinum.

Nú á tímum þrenginga eigum við og þurfum að nota allar þær auðlindir sem við eigum til atvinnusköpunar.

Vinnum saman en egnum ekki atvinnugreinum saman í óþarfa slag.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


mbl.is 64 langreyðar og 46 hrefnur veiddar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rætur hrunsins!

Þorvaldur Gylfason segir meðal annars þetta um rætur hrunsins; 

"Einn angi vandans er lagaheimild frá 1997 til að veðsetja veiðiheimildir, þótt sjávarauðlindin eigi að heita sameign þjóðarinnar að lögum. Lögin leyfa mönnum beinlínis að veðsetja eigur annarra. Menn kasta höndunum til fjárfestingar fyrir lánsfé með veði í eigum annarra, enda ramba skuldum vafin útvegsfyrirtæki nú mörg á barmi gjaldþrots. Endurbornir ríkisbankar hafa eignazt hluta kvótans, sem er því aftur kominn í eigu almennings. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað, að kvótakerfið feli í sér mannréttindabrot, og skorað á stjórnvöld að breyta kerfinu. Nýja ríkisstjórnin virðist ekki ætla að taka þeirri áskorun eða setja hana í samhengi við hrunið".Rætur hrunsins


Hvað má fólkið í landinu vita?

Allt upp á borðið og engin leyndarmál var það sem okkur var lofað og við það verður að standa.

Það er fólkið í landinu sem kemur til með að borga þessi lán sem Kaupþing gamla veitt og eru nú að mestu gjaldfallin vegna þess að engin haldbær veð voru fyrir hendi vegna þeirra.

Það er fárandlegt að þjóðin megi ekki vita hvað hún á að borga. Hér á landi býr heiðarleg alþýða sem hefur aldrei gert annað en að reyna að fremst megni að sjá sér og sínum farborða með heiðarlegri vinnu.

Alþýða þessa lands fór ekki á eyðslufyllerí, hún skuldar ekki meira en eignir hennar standa undir. Hún fékk ekki lán án veða, hún drakk ekki kampavín.

Hún á rétt á því að vita fyrir hverja og hversu mikið hún kemur til með að þurfa að borga vegna óráðsíu fárra manna sem höfðu ekki til að bera samfélagslega ábyrgð.

Friðhelgi einkalífs á ekki við hér því þessi lán eru ekki lengur einkamál þeirra sem tóku þau heldur eru þau orðin vandamál þeirra sem þetta land byggja og koma til með að þurfa að borga með einum eða örðum hætti.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave

það er frábært að Eva Joly hafi kjark og þor til að skrifa grein sem byggir á staðreyndum um að ekki sé forsvaranlegt að leggja þennan skuldaklafa sem Icesave hefur í för með sér, á þjóðina.

Eva Joly bendir á að ef fram fer sem horfir þá mun ungt fólk flytja úr landi og aldursamsetningin breytast sem leiðir til að færri verða til þess að skapa tekjur fyrir þjóðarbúið.

Forsendur þær sem unnið er eftir núna þegar reiknað er út hvað þjóðin getur borgað er byggð á fölskum forsendum. Ungt fólk er þegar farið að flytja úr landi og ætlar sér ekki að taka á sig auknar byrgðar vegna óráðsíu undan gengina ára.

Þessi grein Evu Joly er það sem við þurfum á að halda og ber að fagna því að okkar málstað sé haldið fram. Þær þjóðir sem ætla að kúga okkur til samninga þurfa að heyra hvaða afleiðingar þessi skuldbinding kemur til með að hafa fyrir þjóðina.

Það hefur lítið farið fyrir því að fulltrúar þjóðarinnar hafi reynt að koma málstað hennar á framfæri.

Heilbrigðisráðherra spurði reyndar á bloggi sínu: "

Getur verið að á það hafi skort af okkar hálfu, að upplýsa almenning í Bretlandi og Hollandi um yfirgang þeirra eigin stjórnvalda og á hve óskammfeilinn hátt þau ganga erinda fjármálakerfis heimsins? Ég hef grun um að eftir markvisst átak til að koma málstað okkar á framfæri gæti fjölgað í vinahópi Íslands, það er að segja þeim sem raunverulega eru okkur vinveitt. Beinum sjónum okkar að almenningi. Hann mun sýna málstað almennings á Íslandi meiri skilning en samansúrrað valdakerfið mun nokkru sinni gera". (http://ogmundur.is/stjornmal/nr/4681/)

Þetta er kannski staðreynd málsins. Það hefur hingað til ekki verið gert mikið af því standa í baráttu fyrir því að koma í veg fyrir að IceSave bindi þjóðina í skuldaklafa.

Eva Joly gerir það og það bera að þakka.

Að lokum legg ég til að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi verði lagt af.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband