30.6.2009 | 06:59
Skýrsla um nýtingu fiskistofna.
Í Kastljósi í gærkvöldi var fjallað um skýrslu sem unnin var af Finnboga Vikari og Þórði Má Jónssyni.
Í skýrslunni eru settar fram tillögur um frjálsar veiðar á vannýttum nytjastofnum á Íslandsmiðum upp að ákveðnu heildarhámarki gegn aflagjaldi í ríkissjóð.
Þetta er áhugaverð skýrsla og set ég hana hér inn fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hana.
Kveðja,
Grétar Mar
29.6.2009 | 16:37
Vinur minn, Raggi.
Hann Raggi vinur minn sendi mér þessa athugasemd. Hún var eitthvað lengi á leiðinni og kom ekki til mín fyrr en í dag. Þar sem mér finnst mér bera skilda til að svar þessum góða vini mínum kemur svar mitt eftir athugasemd hans.
Raggi skrifaði:
Hnaut um fyrirsögnina "Við borgum ekki". Mín spurning er þessi:
Er það stefna Frjálslynda flokksins að ekki eigi að samþykkja samninginn um Islave?
Ef svo er: Finnst flokknum þá að það ætti að fara dómstólaleiðina?
Og ef svo er: Til hvaða dómstóls ber að skjóta málinu?
Eða: Eigum við bara að gefa Evrópu fingurinn og borga bara ekki?
Reyni að koma á fundinn hjá þér í kvöld og heyri þá væntanlega svörin.
Ef ég næ ekki á fundinn þá bara hringirðu í mig. :-)
Bestu kveðjur,
Ragnar
Kæri vinur.
Það hefði átt að reyna að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga um hlutlausan dómstól þar sem fjallað hefði á um málið, hlutlaust .
Ef ekki hefði náðst samkomulag við þá um það hefði átt að fara með málið fyrir Íslenskan dómsstól eins og Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður hefur bent á.
Málið er að við þurfum annan samning en þann sem nú er í boði. Lögfræðingar eins og Páll Líndal hafa bent á að óeðlilegt sé að þjóðin taki á sig þessar skuldbindingar án þess að dómstólar hafi fjallað um málið.
Já, við eigum að gefa Evrópu puttann að því marki að við eigum ekki að láta kúga okkur eins og nú er verið að gera. Ef þetta er það sem Evrópusambandið er að bjóða upp á þá mega þeir eiga sig. Það að stórveldi og nýlendu kúgarar frá fornu fari leyfi sér að koma fram með þessum hætti er ólýðandlegt frá mínum bæjardyrum séð.
Við áttum að slíta stjórnmálasambandi við Breta síðastliðið haust þegar hryðjuverkalögin voru sett og kalla sendiherra okkar heim. Það að við einangrumst frá Alþjóðasamfélaginu er betra en það að setja heila þjóð í ánauð IceSalve samnings. Betra að vera fátækur og frjáls en þræll Alþjóðasamfélagsins.
Það að Bretar og Hollendingar geti gengið að öllum eignum íslenska ríkisins er algjörlega óásættanlegt.
Það að allir þegnar landsins komi til með að skulda þessum þjóðum 3 milljónir á alla íslendinga er einnig óásættanlegt. Það bætist við aðrar þær skuldir sem við erum nú að taka við, úr hendi útrásavíkinga, lélegrar laga og ráðamanna sem sofnuðu á vaktinni.
Með kærri kveðju,
þinn vinur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.6.2009 kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2009 | 12:16
Fyrsta hænufetið
Því ber að fagna að fyrsta hænufetið í því að afnema kvótakerfið hefur nú verið stígið.
Ég treysti því og trúi að núverandi stjórnvöld haldi áfram á sömu braut.
Það væri ráð, nú, að afnema geymsluréttinn til að tryggja það að sá afli sem leyfilegt er að veiða á þessu fiskveiðiári verði veiddur.
Þjóðinni veitir ekki af öllum þeim tekjum sem mögulegt er að afla á tímum niðurskurðar og skattahækkana.
Kveðja,
Grétar Mar
22 tonn af þorski á fyrsta degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 08:04
Öryggi á hafi.
Það er ekki nógu gott ef aðalvarðstjóri á Vaktstöð siglinga telur að standveiðar hafi áhrif á öryggi sjómanna vegna strandveiða.
Það þarf að sjálfsögðu að tryggja að öryggi sjómanna sé tryggt því það skiptir okkur öll máli að menn geti aflað tekna fyrir sjálfan sig og þjóðarbúið án þess að hafa áhyggju af eigin öryggi.
Aðstandendur sjómanna þurfa að geta treyst því að öryggiskerfi virki á þann hátt að ekki sé verið að leggja líf ástvina þeirra í hættu.
Það er trú mín að standveiðar geti, í sumar, slegið á það mikla atvinnuleysi sem við erum nú að kljást við. Veiðarnar koma líka til með að auka tekjur þjóðarinnar.
Það ætti því að tryggja það að engin vafi sé um að Vaktstöð siglinga geti sinnt hlutverki sínu með þeim hætti að mannlífum sé ekki stefnt í hættu.
Kveðja,
Grétar Mar
Öryggi á hafi í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 13:09
Snillingarnir okkar!
Enn eru íslenskir fjármálasnillingar á ferð. Enn eru þeir í kennitölu leik. Enn eru þeir að kaupa og selja sjálfum sér góðu bitana.
Nú stofna þér nýtt fyrirtæki um þær eignir sem eftir eru í fyrirtækinu og skuldirnar eru sendar þjóðinni.
Er þetta gert með blessun fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra?
Íslensk afþreying gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 12:17
Sægreifa fundur 1
Sægreifinn stefnir að því að halda fundi annan hvern fimmtudag, í sumar, á Sakkaloftinu.
Fyrsti fundurinn var í gærkvöldi og var þar fjallað um IceSave reikningana. Frummælendur voru tveir auk mín, þeir Guðjón Arnar Kristjánsson og Helgi Helgason.
Guðjón Arnar fór yfir forsögu IceSave reikningana og bankahrunsins. Hann var með minnisblöð frá samráðsfundum sem haldnir voru eftir hrunið þar sem kom fram að sterkur vilji hafi verið fyrir því að gangast ekki við því að greiða innistæður IceSave reikninganna nema sem næmi þeim tryggingum sem fyrir hendi voru.
Hann taldi það glapræði fyrir þjóðina að samþykkja núverandi samningsdrög og taldi að það myndi leiða til þess að enn fleiri flyttu af landi brott og landið yrði fjötrað í fátækt til framtíðar.
Það væri ekki fræðilegur möguleiki á því að hægt væri að standa straum af afborgunum að teknu tilliti til tekna ríkisins eins og þær eru nú og hvað þá tekjur til framtíðar litið þar sem gera má ráð fyrir því að þær dragist saman á næstu árum ef fram fer sem horfir.
Helgi Helgason fór yfir samningsdrög IceSave deildunnar og taldi ljóst að ef þau yrðu samþykkt værum við að afsala okkur fullveldi landsins.
Bretar og Hollendingar gætu yfirtekið eignir ríkisins hvaða nafni sem þær nefnast hvenær sem þeim hentaði. Þetta væri einhliða samningur þar sem hagsmunir okkar væru ekki hafðir að leiðarljósi.
Ég fjallaði um mikilvægi þess að styðja við atvinnuuppbyggingu með þeim hætti að hún leiddi til aukningar á þjóðartekjum og ekki síst gjaldeyristekjur.
Fyrirhugað er að næsti fundur verði um sjávarútvegsmál en það verður auglýst síðar.
Kveðja,
Grétar Mar
26.6.2009 | 07:55
Hallir eða velferð?
Það sér nú ekki fyrir endann á þessari endemis vitleysu sem bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík er að verða.
Þjóðin er það illa stödd fjárhagslega að það er verið að skera niður framlög til heilbrigðis- mennta- og félagsmála. Það er verið að leggja auknar skattbyrðar á heimilin. En samt er haldið áfram að reisa höll. Höll sem reynt er að troða á nafnið, Alþýðuhöll.
Það á ekki að líða það hér á landi að á sama tíma og þjóðin býr við gjaldeyrishöft og minni þjóðarframleiðslu sé verið að forgangsraða á þennan máta.
Það eru höft í dag á inniflutningi á lúxusvörum en á sama tíma er verið að flytja inn gler og verkamenn frá Kína.
Það er mín skoðun að það eigi að fresta byggingu þessarar hallar og nota þá 5-6 milljarða sem sparast við það á ári til að byggja upp og stuðla að uppbyggingu í atvinnumálum.
Þjóðin á auðlindir sem eru til þess fallnar að gefa henni möguleika á að komast í gegnum þessa kreppu. Hún á og þarf að nýta þær með þeim hætti að þær leiði til atvinnusköpunar sem auka þjóðartekjur og ekki síst gjaldeyristekjur. Hvort heldur það er til aukningar á gjaldeyristekjum eða sem leið til að spara gjaldeyri.
Sem dæmi vil ég sjá að reist verði áburðarverkssmiðja til að framleiða áburð fyrir innanlandsmarkað, átak verði gert í tengslum við ferðamannaiðnað og horft verði til nýsköpunar í tengslum við sjávarútveg og landbúnað.
Við þurfum að stuðla að því að peningar sem lagðir eru í atvinnuvegi sé til þess fallnir að auka þjóðar- og gjaldeyristekjur.
Við getum með sameiginlegu átaki komist í gegnum þessa kreppu ef skynsamlega er haldið á málum. En það er engin skynsemi í því að halda byggingu þessarar hallar áfram.
Eigið góðan dag,
Grétar Mar
Uppsetning á glerhjúpnum hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2009 | 17:47
Fundur á Sauðárkróki.
Í gær vorum við Guðjón Arnar Kristjánsson með fund á Sauðárkróki. Umræðuefnið var IceSave samningarnir. Við teljum að það eigi ekki að ganga að þeim samningi sem nú á að taka til umræðu á Alþingi.
Ef samþykkt verður að ganga að þeim samningi sem drög liggja nú að þýðir það að búið er að binda okkur í skuldaklafa sem ekki sér fyrir endann á.
'I kvöld verðum við Guðjón á Skakkalofti, Sægreifans þar sem við ætlum að ræða um IceSave reikninga meðal annars.
Fundurinn hefst kl. 20:30 og er öllum opin.
Kveðja,
Grétar Mar
25.6.2009 | 17:18
Brotin loforð allstaðar!
Það er ekki gott til þess að vita að forsenda stöðuleika á vinnumarkaði byggi á því að Samfylkingin selji stefnu sína um fyrningarleiðina. Vont ef satt reynist.
Fyrirvari vegna fyrningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2009 | 13:17
Við borgum ekki!
Á morgun fimmtudaginn 25. júní 2009 verður haldin fundur um Icesave reikningana á Sakkalofti Sægreifans.
Fundurinn hefst klukkan 20:30.
Frummælendur verða Guðjón Arnar Kristjánsson og Grétar Mar Jónsson.
Allir velkomnir.
24.6.2009 | 09:31
Afleiðingar efnahagsaðgerða
Jæja þá er það komið á blað hvaða áhrif efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hefur á vísitölu neysluverðs hjá landsmönnum.
Verðbólga eykst á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2009 | 16:00
Tortryggni
Það er nú ekki einkennilegt að þjóðin sé tortryggin þegar kemur að því að treysta ráðherrum landsins. Það var fyrir rúmu ári síðan að Ingibjörg og Geir sögðu þjóðinni að allt væri í himna lagi. Það yrði mjúk lending í efnahagsmálum og bankarnir væru traustir.
Nú ætlast Jóhanna og Steingrímur til þess að þjóðin treysti því að hagsmunir hennar hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar drög að samningi vegna Icesave reikningana var gerður. Jóhanna talar um að nýtt lögfræðiálit bendi eindregið til að rétt leið hafi verið valin.
Á Vísi.is segir Sigurður Líndal lagaprófessor að það sé óskiljanlegt af hverju ekki er búið að leggja það fyrir dómstóla hvort Íslendingar eigi að borga Icesave skuldirnar. Aðalatriðið sé að fá réttarstöðu þjóðarinnar gagnvart Bretum og Hollendingum á hreint áður en skuldirnar verði greiddar (Vísir.is).
Krafan hlýtur að vera sú að fyrst verði fundið út hvort þjóðin á að borga áður en samþykkt verður að hún borgi.
Kveðja,
Grétar Mar
Tortryggni í samfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2009 | 12:44
Auðlindir hafsins
Það er nauðsynlegt að leitað verði allra leiða til að auka atvinnu og gjaldeyristekjur til að við eigum möguleika að komast upp úr þeirri kreppu sem við erum nú stödd í. Ég hef lengi lagt á það áherslu að ein leið til að nota og nýta auðlindir sjávar væri.
Á vef BB.is er að finna þessa frétt:Kræklingarækt græn stóriðja
23.6.2009 | 06:51
Tónlistarhús
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Kári Stefánsson grein sem hefur yfirskriftina: Hæstvirtur menntamálaráðherra, hvernig væri að forgangsraða upp á nýtt?
Í þessari grein er góður rökstuðningur fyrir því af hverju fresta eigi byggingu tónlistarhúss.
Það hefur verið skoðun mín að stöðva eigi byggingu hússins þar til það fer að rofa til í efnahagsmálum. Það þarf að forgangsraða í ríkisfjármálu en það má ekki gerast að byggingar hafi meira vægi en velferð fólksins í landinu.
Kveðja,
Grétar Mar
22.6.2009 | 17:13